Eimreiðin - 01.05.1960, Qupperneq 56
144
EIMREIÐIN
Hún hló og brosti framan í liann
og ætlaði auðsjáanlega ekki að
hætta við, fyrr en liún ynni blíðu
lians, en henni virtist ekki verða
mikið ágengt.
— Hann ætti alls ekki hér að
vera, sagði æðsti presturinn. — Ég
er á móti því að bjóða almúga-
mönnum í liirðveizlur.
Menebre yppti öxlurn.
— Drottningin krafðist þess. Og
það virtist gáfulegra að láta undan
en að láta málið koma fyrir Faraó
sjálfan. Ég vil piltinum ekkert illt,
en þú veizt hvað skeður, ef Faraó
fær veður af einhverju, — ein-
liverju, sem ekki er eins og það á
að vera.
— Ha! Ekki eins og það á að
vera, sagði æðsti presturinn hvat-
skeytlega.
— Þú ætlar þó ekki að segja
mér...
— Nei, það er ekki snefill af
ástæðu, svaraði Menebre fljótlega
og stakk vínberi inn á milli hálf-
opinna varanna á borðdömu sinni,
er sat í fangi hans. — Ég aðvaraði
piltinn. Og það er heldur ekkert
við liann að atliuga. — — En þú
veizt nú, hvernig Faraó er, ástæðu-
laus grunur — og einhver verður
að taka út sínar þjáningar. Þess
vegna áleit ég það skynsamlegra að
láta Tarharka koma og treysta því,
að ekki yrði tekið eftir nærveru
hans. Æðsti presturinn svaraði ekki,
en leit í áttina til hásætanna.
Hásætin voru tvö. Þau voru úr
skíru gulli, lögð helgum táknum og
ýmiskonar útflúri. í öðru þeirra sat
Faraó, í fullum tignarskrúða, en í
liinu sat Nesaru drottning, þögul
á svip og næstum því þreytuleg-
Hún handfjatlaði réttina, seiu
bornir voru fyrir hana, en bragð-
aði varla á þeim. Og vínglasið
hennar tæmdist seint.
Heiðursgesturinn, Sargon prins,
sat henni til hægri handar og
reyndi að halda uppi viðræðunr, en
drottningin virtist utan við sig °S
svaraði fáu. — Hún er dásamlega
íalleg, hugsaði prinsinn — en köld
eins og ís.
Að lokum tók prinsinn eftir þvi>
að þótt hugur drottningarinnar
reikaði ef til vill til og frá, þá voru
augu hennar stöðugri í rásinni. Aft*
ur og aftur hvíldu þau á ungunn
laglegum manni, sem sat framnu i
salnum. Hann virtist lítt tilleiðan-
legur við liina fögru mey, sem sat
hjá honum, augsýnilega ástleitin af
víninu, sem hún hafði drukkið, °S
hrifin af borðherra sínum. En hann
var allt annað en ánægjulegur á
svipinn. — A, ha! Ef til vill dálítið
ævintýri, hugsaði prinsinn. Hann
tók eftir því, að ungi maðurinn
leit við og við í áttina til drottn-
ingarinnar, en leit svo undan, peS'
ar augu þeirra mættust.
— Laglegt ungmenni, sagði prins'
inn og laut að drottningunni, — °S
virðist hafa hylli á hærri stöðum-
Nesaru hrökk við. Svo leit hun
þangað, sem prinsinn benti með
augunum.
— Myndhöggvarinn við hirðina.
svaraði hún kuldalega.
Ef Sargon prins er látinn njóta
sannmælis, verður að taka þa
fram, að hann ætlaði ekki að stofna