Eimreiðin - 01.05.1960, Side 18
106
EIMREIÐIN
Nú liðu enn tíu ár. Og þau ár voru hjá mér tími mikils lestrar,
umbrota og hugsunar. Ég las ótal skáldrit ýmissa höfunda og þjóða,
las um bókmenntir, fagurfræði, heimsspeki og þjóðfélagsmál. I
bókmenntum varð ég ákveðinn frjálshyggjumaður og taldi, að
persónuleg list ætti að ganga fyrir áróðri. Þó er það undarlega,
næstum furðulega, samræmt, sem við Einar Kvaran sögðum um
hlutverk skáldskaparins, ég heima á Seyðisfirði á þriðja tug aldar-
innar, hann vestur í Ameríku löngu fyrir aldamót. Hann sagði, og
ég hafði þá ekki hugmynd um, að hann hefði sagt það:
„Oss er sannarlega ekki ljóst, á hverju skáldskapur á að grund-
vallast, ef hann á ekki að grundvallast á lífsskoðun höfundar, hver
sem hún nú er. En því er svo varið, að allt, sem mönnum er heilagt,
á einhvern rétt á sér. Því aðeins er það mönnum heilagt, að það á
djúpar rætur í lífi þjóðanna og einstaklinganna og fullnægir ein-
hverri þörf hjartans. En af öllu hinu dýrmæta hlutverki skáldsins
er það dýrmætast og háleitast að læra að skilja lífið, líf þjóðarinnar
og einstaklingsins, rannsaka hjörtun og nýrun eftir því sem oss
skammsýnum mönnum er auðið . . .“ Sjálfur sagði ég svo á Seyðis-
firði aldarfjórðungi síðar um hlutverk skáldsins: „Þér eigið að
fara inn í hvert hús, inn á hvern bæ, inn í hvert hreysi, kenna
þjóðinni með því að draga fram kosti hennar og galla, en einkuna
með því að sýna fram á alls staðar og í öllu eitthvert gildi, einhvern
vísi að gróandi þroska, heilbrigðu og náttúrlegu hugsanalífi-
Ég hafði nú lesið rök nokkurra vitrustu og gagnrýnustu vísinda-
manna 19. aldarinnar um sálarrannsóknir, manna, sem tóku að
kynna sér þær sumir hverjir af andúð á hjátrú og hindurvitnum,
hinir beinlínis ákveðnir í að afhjúpa svik og pretti auvirðilegra
loddara. Og ég hafði komizt að raun um, að einmitt þessir menn
hefðu sannfærzt, sannfærzt um það, að annað líf væri eftir þetta
og látnir menn gætu látið til sín heyra. Svo spurði ég þá sjálfan
mig, knúinn þeirri ábyrgðar- og skyldutilfinningu, sem ávallt hafðt
átt rík ítök í mér: Þekkingarlaus og í blindni trúir þú þeim vis-
indalegu staðreyndum, sem viðurkennt er að þessir og aðrir vís-
indamenn hafa uppgötvað á sviði hinna svokölluðu raunvísinda
hví þá ekki að trúa þeim líka á þessum vettvangi? En ég gat ekkt
fallizt á réttmæti þess, að rithöfundur notaði svokölluð dularfull
fyrirbrigði til að rökstyðja veigamikil hughvörf — jafnvel þátta-
skil í lífi persóna sinna, svo sem Einar Kvaran gerði í sögum sín-
um allt frá Sálin vaknar til Sigríðar á Bústöðum og Móra — °S