Eimreiðin - 01.05.1960, Síða 60
148
EIMREIÐIN
maður sem stendur.------Nú, jæja,
ég skal gera það, sem ég get. Mene-
bre fálmaði í kápulöf sín og þrýsti
svo einhverju í hönd Tarharka. —
Vertu sæll, og góða ferð!
Menebre gekk svo burt, en her-
mennirnir létu Tarharka út í bát-
inn og reru undan. En þeir reru
ekki í áttina til vesturbakkans, þar
sem vegur hinna dauðadæmdu út-
laga lá. — Hvert eruð þið að fara?
hafði Tarharka spurt, en hermenn-
irnir svöruðu honum ekki. Svo kom
allt í einu stór snekkja í ljós á
fljótinu. Hermennirnir skutu Tar-
?----------
harka tafarlaust um borð og reru
burt.----Og snekkjan sigldi niður
ána og stefndi til hafsins og frelsis-
ins. Tarharka mundi nú eftir hlutn-
um, sem Menebre hafði fengið hon-
um. Hann vafði silkiumbúðirnar
utan af og fann hring, sama hring'
inn og Nesaru drottning hafði a
hendinni, þegar hann kvaddi hana-
Gripinn af gleði yfir sendingunni
og sársauka minninganna, horfði
Tarharka fram um stafn, meðan
snekkjan sigldi hraðbyri út ur
mynni Nílar, — í myrkri naetur-
innar.
-----------
/ safninu standa þungbúnar fylkingar af guðum og gyð]-
um Forn-Egypta. En litla drottningarmyndin virðir þœf
ekki viðlits, augu hennar leita lengra. Fyrir þrem þúsund-
um ára báru þessi máttarvöld hamingju hennar ofurliði.
Nú eru prestar þeirra og áhrif liðin undir lok. Enginn
hneigir sig framar í lotningu fyrir hinum helgu nöfnurri
þeirra. — En fegurð Nesaru drottningar grípur menn
enn þá föstum tökum. Jafnvel þótt bein hennar verði að
dufti, mun hún aldrei eldast. Og þótt nafn Tarharka sc
nú löngu gleymt, ber verk hans honum vitni — honuM
og ástinni.
Böðvar frá Hnifsdal íslenzkaði■