Eimreiðin - 01.05.1960, Side 104
BÆKUR OG RIT
send Eimreiðinni.
RITGERÐIR I.—II. bindi eftir Þor-
berg Þórðarson, með formála eftir
Sverri Kristjánsson sagnfræðing og
eftirmála eftir Sigfús Daðason skáld.
Ritgerðasafnið flytur flestar ritgerð-
ir og greinar er Þorbergur hefur
skrifað í blöð og tímarit á árunum
1924-1959. Fyrra bindið er 318 bls.
og það síðara 340. Útgefandi er
Heimskringla.
PARADÍSARHEIMT, skáldsaga eftir
Halldór Kiljan Laxness. Bókin er
301 bls. að stærð. Útgefandi er Helga-
fell.
TRÚNAÐARMÁL, smásögur efdr
Friðjón Stefánsson. Þetta er fjórða
smásagnasafn Friðjóns. Bókin er 116
bls. að stærð og flytur 13 sögur. Út-
gefandi er ísalöldarprentsmiðja.
AF GREINUM TRJÁNNA, ljóðaþýð-
ingar eftir Jóhann Hjálmarsson. í
bókinni, sem er 110 bls., eru Ijóð
eftir rúmlega 20 höfunda frá 15
þjóðlöndum. Útgefandi er Helgafell.
HÓLMGÖNGULJÓÐ, eftir Matthías
fohannessen. Bókin er myndskreytt
af Louisu Matthíasdóttur, er 70 bls.
og útgefandi er Helgafell.
BIRTINGUR, tímarit ungra lista-
manna, 1. og 2. hefti 1960.
NÝTT HELGAFELL, 3-4 hefti 1959.
VIÐSKIPTASKRÁIN 1960, atvinnu-
og kaupsýsluskrá íslands, tuttugasti
og þriðji árgangur, ritstjóri Gísli
Ólafsson, útgefandi Steindórsprent
h.f. Bókin er 650 blaðsíður í stóru
broti, og skiptist efni hennar í sex
höfuðflokka, auk registurs og er-
lendra auglýsinga, en flokkarnir bera
þessar yfirskriftir: Stjórn landsins
og atvinnulíf, Reykjavík, Fasteigna-
mat, Kaupstaðir og kauptún, Varn-
ings- og starfsskrá og Skipastóll.
eru í bókinni kort af helztu kaup-
stöðum landsins.
ÁRSSKÝRSLA Landsbanka íslands
1959, er flytur m. a., auk reikninga
Seðlabankans og Viðskiptabankans,
yfirlit um liagþróunina árið 1959;
framleiðslu, fjárfestingu, utanríkis-
viðskipti, greiðsluviðskipti, gengiS'
skráningu, verðlagsmál, fjármál rík-
isins og peningamarkað. Þar er °g
birtur reikningur eftirlaunasjóðs
starfsmanna Landsbankans, greint
frá stjórn bankans og helztu starfS'
mönnum.
NORDISK KONTAKT, 1.-10. hef»
1960, rit er flytur yfirlit um helztl1
málefni löggjafarsamkomu alha
Norðurlandaþjóðanna fimm,
greinar um ýmis sérmál, sem hsest
eru á baugi með hverri þjóðanna
um sig.
VEÐDEILD LANDSBANKA lS;
LANDS 60 ÁRA, rit um starfsentj
veðdeildarinnar frá 20. júlí 1900 ti
20. júlí 1960, gefið út af Landsbanka
íslands.
KIRKJURITIÐ 1.-6. hefti 26. ar'
gangs. Ritstjóri séra Gunnar Áma
son.
BÚNAÐARSKÝRSLUR, árin 1935'
1957, gefnar út af Hagstofu íslands-
VERZLUNARSKÝRSLUR, árið 1958'
gefnar út af Hagstofu fslands.