Eimreiðin - 01.05.1960, Blaðsíða 14
Minningar um
Einar H. Kvaran
Eftir
Guðmund G. Hagalín.
Einar Hjörleifsson Kvaran
Tíminn flýgur — hugsa sér það, að nú skuli vera rúmlega fimmtíu
ár — hálf öld síðan ég stóð sem ellefu ára drengur inni í verzlun-
arbúð og velti í lófa mínum fagurgljáandi tveggja króna pening
— aleigu minni — og ákvað að kaupa skáldsöguna Gull eftir Einar
Hjörleifsson. Einar Hjörleifsson, það var þá mjög umræddur og sér-
lega umdeildur maður. Það, sem mér þótti mest um vert, var, að
ég hafði lesið eftir hann sögur, Vonir, Brúna, Litla-Hvamm, Örð-
ugasta hjallann. Fyrirgefningu, Þurrk, Skilnað, Vitlausu-Gunnu,
Marjas og Vistaskipti. Og þær höfðu orkað á mig, þessar sögur,
höfðu einmitt, að mér fannst, fjallað um þau mál, sem á þessu
skeiði voru mér ef til vill þyngsta byrðin, sem á mig hafði verið
lögð: Guð var almáttugur og algóður — og þó fóru menn til Vítis.
brunnu þar í eldi um alla eilífð. Ég hafði ekki heyrt nokkurn vafa
um þessa lærdóma, þeir voru í fullu gildi í heimahögum mínurn,
en hins vegar undraðist ég stórlega, hvað fullorðna fólkið, sein
játaði þessar kennisetningar, virtist andvaralaust um sálarheill sína-
Ég hafði samt þótzt sjá dæmi þess, að þessi trú gæti gert manneskj-
ur vondar —, með hverjum hætti það var, gat ég ekki gert naér