Eimreiðin - 01.05.1960, Qupperneq 52
MYND AF DROTTNINGU
Saga frá Forn-Egyptum
Eftir Kathleen Rivett.
Alvarlegar og þögular stara myndastyttur egypzkra guða
og konunga um aldir fram. Aðeins ein slíkra mynda, er
á söfnum sjást, er frábrugðin hinum. — Á löngum, ávöl-
um hálsi livilir höfuðið, eins og blóm á stilki. Brún augu,
undir fagurlöguðum brúnum, lýsa nokkurskonar undrun
og jafnvel glaðværð. Töfrandi yndisþokki livílir yfir djúp-
um rákum munnvikanna. Það vottar fyrir brosi á vörum
Nesaru drottningar.
_________ ________J
Tarharka gekk fram og aftur í
hallargarðinum. Hversu lengi ætl-
aði Menebre að láta hann ráfa hér
um í reiðileysi, áður en hann l'engi
áheyrn? Hann ypti öxlum óþolin-
móðlega, þegar hann hugsaði til
verksins, sem hann hafði horfið frá,
þegar hinir skrautbúnu sendiboðar
ráðgjafans komu og sóttu hann.
Hamingjan var unga myndhöggvar-
anum hliðholl. Síðan liann skreytti
höll kanslarans komst hann „í
móð“ í Þebu.
Tarharka leit út yfir liallarmúr-
inn og renndi augunum yfir mann-
fjöldann á strætunum. Hann heyrði
hlátur og mannamál frá markaðs-
torginu. Hin skæra sól Egyptalands
hellti geislum sínum yfir Nílarfljót-
ið. Að lokum kom hermaður, sem
fylgdi Tarharka inn í höllina, vís-
aði honum inn í herbergi eitt og
tilkynnti:
— Tarharka, sonur Senmuts.
Menebre, ráðgjafi Faraós, feitur
ístrumagi, lá aftur á bak í djúpum
hægindastóli, og svalaði sér meö
blævængi úr pálmablöðum. Mene-
bre var fyrrverandi hermaður, sem
var annað betur lagið en að þræða
hinn krókótta bragðaveg hirðlífs'
ins og stjórnmálanna eftir kúnstar-
innar reglum.
— Látum okkur sjá, sagði rið'