Eimreiðin - 01.05.1960, Side 92
180
EIMREIÐIN
verið prentaðar með lausum stíl-
um. Að minnsta kosti voru lausir
stilar til, og notaðir í Kína um árið
1048, og í Kóreu árið 1403.
Austurlandabúar voru ekki að-
eins forvígismenn á sviði prentlist-
arinnar einnar. Þeir voru einnig
Iremstir í flokki unr pappírsgerð.
Árið 105 e. Kr. urðu Kínverjar til
þess að framleiða pappír, fyrstir
manna. Japanir tileinkuðu sér
lækni þeirra, og síðan árið 610 hafa
þeir framleitt fyrsta flokks pappír
af öllum tegundum. Nú eru flutt út
frá Japan firnin öll af fínum, hand-
unnum pappír, sem framleiddur er
með sömu aðferð og notuð var fyrir
þrettán hundruð árum.
En hvernig er þá ástandið í Jap-
an nú á dögum? Það er skemmst
frá að segja, að aldrei hefur hugvit
og snilli staðið á hærra stigi þar, en
síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk.
Menn skulu varast að halda, að
landið sé ekkert annað en rústa-
hrúgur hruninna borga. Endur-
reisn þess að styrjöldinni lokinni
er eftirtektarverð. — Svo eftirtektar-
verð, að London Times hefur lýst
henni sem kraftaverki, og talið
hana enn furðulegri en það, sem
gerzt hefur í Þýzkalandi á sama
tíma.
Jafnframt því, sem Japanir hafa
varðveitt mikið af hinni sérkenni-
legu menningu sinni, hefur þjóðin
endurbyggt borgir sínar þannig, að
nú eru þær glæsilegar, nýtízku stór-
borgir. Og nú hefur þjóðin náð svo
langt, að Japanir eru taldir fremst-
ir í heimi á mörgum sviðum iðn-
væðingar og atvinnulífs, svo sem í
skipasmíðum og vefnaði. Sömuleið-
is í gerð sjóntækja, rafvéla og ljós-
myndavéla.
Þess skal að lokum getið, að ensk-
ur rithöfundur, sem nýlega hefur
ferðast um Japan, hefur ritað grein
um land og þjóð, og segir þar m- a-
á þessa leið:
,,Ég geri ráð fyrir að mér veitist
erfitt að fá Englendinga til a®
leggja trúnað á fréttir þær, sem ég
færi þeim af ástandinu í Japan>
eins og það raunverulega er. Hvern-
ig á ég að fara að því að telja fólkn
sem hingað til hefur nær einvörð-
ungu haft sagnir af hrísgrjónum °S
hefðardömum í Japan, trú um a®
sýningarsalirnir í japanskri vefnað-
arverksmiðju, er ég heimsótti 1
Osaka, hafi í einu og öllu verið
sambærilegir við þá, sem er a^
finna í allra fremstu fyrirtækjuiu
sömu tegundar í hinum hátízku-
lega iðnaði Svisslendinga?
Eða Jregar ég segi, að kaffihús og
gildaskálar hafi verið svo tandur-
hrein að hvergi sást ryk á, og uiU'
hverfi þeirra prýtt fögrum trjám °S
fallega hirtum grasflötum?
Að
börnin óku eftir glæsilegum götun1
á nýjum reiðhjólum eða þríhjóluuu
og léku sér í nýtízku rólum? A
tennur ungu stúlknanna voru yfir
leitt miklu hvítari, sterkari °S
reglulegri, en hjá kynsystrum f>oirra
í Evrópu, svo ekki sé minnst á þír
ensku.“
Það verður forvitnilegt °S
skenrmtilegt að fylgjast með ])r°Áa
og Jrróun þessarar f yri irny ndaJ
Jrjóðar, í liinni jarðnesku Para lS
hennar.