Eimreiðin - 01.05.1960, Side 82
VERÐLAUNASAMKEPPNIN:
HVER ER MAÐURINN?
í síðasta hefti Eimreiðarinnar var efnt til verðlaunasamkeppni
meðal lesenda ritsins. Birtar voru 12 myndir úr myndasafni Eim-
reiðarinnar, og voru þær allar af þjóðkunnum mönnum, sem vitað
var að margir myndu þekkja, enda þótt sumar myndirnar séu orðn-
ar allgamlar. Mennirnir, sem myndirnar voru af, voru þessir:
1. Guðmundur Kamban, rithöfundur.
2. Séra Jónas Jónasson frá Elrafnagili.
3. Kristján Albertsson, rithöfundur.
4. Gunnar Gunnarsson, skáld.
5. Böðvar Guðjónsson frá Hnífsdal.
6. Jóhannes skáld úr Kötlum.
7. Magnús Jónsson, prófessor.
8. Þorsteinn Gíslason* skáld og ritstjóri.
9. Helgi Valtýsson, rithöfundur.
10. Jón Eyþórsson, veðurfræðingur.
11. Einar Benediktsson, skáld.
12. Guðmundur Gíslason Hagalín, rithöfundur.
Þátttaka varð góð í samkeppninni, og sem vænta mátti urðu þ^
nokkrir til þess að senda rétt svör, en hjá öðrum skeikaði aðeins
um eitt og eitt nafn. Alls voru það 16 manns, sem svöruðu rétt til
til um allar myndirnar.
Þrennum verðlaunum var lieitið, og var dregið um það, hverjn'
þessara 16, er rétt svör sendu, skyldu hljóta verðlaunin, og kom upp
hlutur eftirtalinna:
1. verðlaun kr. 500,00: Sigurjóna Jakobsdóttir, Eskihlíð 21, Rvík-
2. verðlaun tveir síðustu árgangar Eimreiðarinnar, ásamt yfir'
standandi árgangi: Friðgeir Smári Stefánsson, Laugardalshol'
um, Laugardal, Ámessýslu.
3. verðlaun, áskrift að Eimreiðinni í eitt ár: Þórólfur Jónasson,
Hraunkoti, Aðaldal, Suður-Þingeyjarsýslu.
Eimreiðin þakkar öllum þeirn, sem þátt tóku í samkeppninni.