Eimreiðin - 01.05.1960, Síða 27
Smásaga
eftir
Oddnýju Guðmundsdóttur
En hann hugsaði ekki um það á
eftir.
t*au hittust oft, því að þau voru
nagrannar, en hann sá hana ekki
fVrr en hún var fjórtán ára. Þá
varð hún efst af börnunum við
Prðfið, kom inn í stofu og heilsaði
Sestunum, glöð og frjálsleg.
En hún sá aðeins hann, heilsaði
°num síðast, og augu hennar
sPurðu í fögnuði: „Viltu mig? Nú
er ég orðin stór.“
. tíann liugsaði í glettni: „Vil þig,
Vl þig ekki, vil þig, vil þig ekki.
n ert ekki gjafvaxta fyrr en eftir
f]ögur ár.“
Eíú skildi hann, að hún hafði
skað hann lengi, þess vegna hafði
úin verið fálát við hann undan-
rtð. Gleði hennar gerði honum
yú um hjartað, og hann skipti
Sllögglega um skoðun á málefni,
hann var að deila um við hús-
ndann og leit nú mildari augum
a Pað.
Hann var nýkominn heim úr
Samvinnuskólanum og fór með
næstu ferð til að taka við starfinu
á Lágeyri.
Kaupfélagsstjórinn tók honum
illa og sat sig aldrei úr færi að
sanna upp á hann fáfræði og óverk-
hyggni. En Steina litla á Ósi hafði
horft svo fallega á hann, að hann
bjóst við öllu því bezta af sjálfum
sér. Og þegar brennivínshetjur
Eyrarinnar vildu leggja lag sitt við
hann á laugardagskvöldum, sá
hann sjálfan sig með hennar aug-
um og fór hvergi.
Kaupfélagsstjórinn varð honum
smám saman vinveittur og sýndi
honum traust í stað tortryggni. Líf-
ið var gott, og vonin hvíslaði að
honum mörgu ótrúlegu ævintýri.
Þá hætti hann að hugsa um augun
hennar Steinu.
„Gjafvaxtal" hugsaði hann f
gamni og mundi um leið allt saman
fjórum árum seinna.
Þá var hann á ferð með skipi
framhjá heimabyggð sinni, og þeir
kipptu upp á þilfarið ungri stúlku
í Gefjunarstakki og pokabuxum.
Hún var hærri, grennri og fal-
legri en síðast, heilsaði honum glöð,
og augun spurðu í einlægni: „Viltu
mig nú? Ég hugsa alltaf um þig.“
Þá svaraði hann í gamni í hugan-
um: „Vil þig, vil þig ekki, vil Jrig,
vil þig ekki. Kemst þótt hægar
fari.“
En um leið hugsaði hann sér að'
skila Jaessu lítilræði, sem hann