Eimreiðin - 01.05.1960, Side 71
EIMREIÐIN
159
öðrum varð merkast við hann, er
það sama og öðrum þjóðum varð
tnerkast við alla þjóð okkar: mál-
ið og skáldmenningin.
Skáldskap skyldi enginn kasta
rýrð á, hverrar tegundar, sem hann
er> og honum tekst engum að lýsa
til fulls.
Hann er og hefur ætíð verið upp-
íinningastarfsemi andlegra verð-
mæta og því mikilsverður í sjálfu
®er hvaða form, sem honum er feng-
*ð> Hann er málverkið á veggnum,
styttan í garðinum, hljóðfærið í
liúsinu og að sjálfsögðu bókaskáp-
Urinn, sem flestum er notadrýgri
°S tiltækilegri en hitt allt, en
hann byggist á fjölbreyttu samneyti
tttanna, skynsemi, ráðvendni til
orðs og æðis og sameiginlegri af-
leiðingu alls þessa: rökföstu fögru
°g réttu máli.
Mál okkar á sér þá ærið verð-
^æti sem farvegur skáldskapar og
er auk þess og fleiri nytja lykil-
tUnga að skilningi á gerð nálægra
þjóðtungna, og því flestu öðru
úbætanlegri bæði okkur og öðrum.
^arðar því miklu, að það haldist
" ekki að orðaforða —, hann hlýt-
Ur að aukast, heldur að beyging-
Ulu> orðmyndun og áherzlum,
'újómi og hljóðum.
Sé þar jafnvel viðhaldið og ýtr-
ast er kostur á, þá er þeim hluta
aHs okkar borgið að svo miklu
leyti sem verða má og engan að
saka nema framvindu tímans um
Það> er samt kann að fara forgörö-
um.
Hins mætti spyrja, hvort svo sé
gert hér og hvað skorta kunni, ef
eitthvað vantaði, jafnvel væri at-
Sigurður Jónsson frd Brún
hugandi, hvort þar sé nokkuð unn-
ið til meins.
Tungumál okkar hefur verið
staðfast gegn breytingum, en sama
tunga gekk um Norðurlönd víðast
og breyttist þar. Það er þá ekki eðl-
istraustleiki málsins, sem bjargað
hefur, heldur ræktarsemi og nám-
girni notenda þess og þrátt fyrir
þessa eðliskosti þjóðarinnar hefur
íslenzkan breytzt illu heilli. Kunn-
ugt má það vera hverjum manni,
af Ijóðmælum fornmanna að nú
hafa bókstafir, sumir annað hljóð-
gildi en þeir höfðu áður og hljóði
höfum við beinlínis glatað, þar sem
er y-ið. Þetta mun hafa gerzt um
líkt leyti hvort tveggja og veldur
það því, að síðan eru ekki nema
sundurslitnir kaflar úr Völuspá,
Hávamálum, kviðunum eða Sólar-
ljóðum sönghæft mál minnilegt