Eimreiðin - 01.05.1960, Blaðsíða 98
186
EIMREIÐIN
eru einkar handhægar vasabækur
íyrir íerðamenn; eru þegar kornnar
út bækur á frönsku, ítölsku og
spönsku, og í haust mun ein bætast
við, þýzk málabók.
Norðri leggur mest kapp á það
þetta árið að endurprenta íslend-
inga sögur, en fjölmörg bindi fyrri
útgáfu eru þegar uppseld. Það sem
af er árinu hefur forlagið þegar
endurprentað 8 bindi, það er Edd-
urnar og fornaldarsögur, og væntan-
legar eru síðar á árinu, Biskupa-
sögur, Sturlunga, Annálar, sex
bindi af Riddarasögum, Karla-
Magnúsar saga, 3 bindi, og Þiðreks-
saga af Bern, 3 bindi. Af nýjum
bókum, sem væntanlegar eru frá
Norðra, má nefna Ættir Síðupresta,
eftir prófessor Björn Magnússon og
nýja sögulega skáldsögu eftir frú
Elínborgu Lárusdóttur.
Mál og menning gefur í haust út
nýja ljóðabók eftir Guðmund skákl
Böðvarsson, skáldsögu eftir Hall-
dór Stefánsson, endurprentun á
ljóðum Snorra Hjartarsonar,
kvæðabók eftir Jakobínu Sigurðar-
dóttir og er það fyrsta bók skáld-
konunnar. Þá koma út hjá forlag-
inu ljóðaþýðingar eftir Helga Háll'-
danarson á Húsavík og er þetta
þriðja bókin með ljóðaþýðingum
eftir hann. Loks kemur út Jariðja
og síðasta bindið af Vestlending-
um, eftir Lúðvík Kristjánsson.
Leiftur kemur með nýja skáld-
sögu, eftir Guðrúnu frá Lundi, er
nel'nist í heimahögum, kvæðabók
eftir Kristján frá Djúpalæk er heit-
ir Við brunninn og smásagnasafn-
ið Hann ber hana inn í bæinn, elt-
ir Guðmund Jónsson garðyrkjn-
rnann á Blönduósi. Af þýddunt bók-
um, sent koma út hjá Leiftri nta
nefna: Vængjaður Faraó, eftir Joan
Grant í þýðingu Steinunnar Briem,
Rómverjinn, eftir Sholem Asch, 1
þýðingu Magnúsar Jochumssonar.
Þetta er fyrsta bindi af þrem, og
íjallar um liðsforingjann, er kross-
festi Jesú. Annað bindið lieitir
Gyðingurinn og fjallar um Pílatus
og liið þriðja Lærisveinninn og
segir frá Júdasi. Draumur Pig'
malions nefnist bók sem séra Magn-
ús Guðmundsson á Setbergi þýðn"
og fjórða þýdda bókin, sem Leiftur
gefur út er Endurminningar ss-
víkings, en handrit þeirrar bókar
fanst í gömlu klaustri.
Setberg gefur m. a. út æfisögu
Halldóru Bjarnadóttur á Blöndu-
ósi, skrásetta af Vilhjálmi S. Vil'
hjálmssyni rithöfundi. Þá kemttr
frá sania forlagi ferðabók frá Suð-
ur-Ameríku eftir Leonard Clark 1
þýðingu Axels Guðmundssonar og
loks má nefna þýdda ævisögu þýzka
læknisins Hans Killian er Freý'
steinn Gunnarsson skólastjóri hefur
Jtýtt; Jjessi bók er í flokki ævisagn3
merkra manna, er Setberg hefur
gefið út að undanförnu, en áður
eru komnar ævisaga Sauerbruch,
Schveitzer og Lincolns.