Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1960, Síða 102

Eimreiðin - 01.05.1960, Síða 102
190 EIMREIÐIN sannfærandi á lesandann sem skyldi. Bezta sagan heitir Kjörgripur, og minn- ir á Septemberdaga að efnismeðferð. Lýst er bilinu milli drauma æsku- mannsins og uppfyllingar þeirra. Þegar það styttist, missa draumarnir ljóma :sinn, og verður því lítils vert, að þeir rætist. Líkt og í Septemberdögum styðst höfundur efalaust við sjálfs sín reynslu eða annað, sem hann þekkir mjög vel. Annars væri sagan varla jafnsönn og trúverðug sem hún er. Þessi trú- mennska við öfgalausan raunveruleik- ann gefur sögunni líf og fylld. Aðrar beztu sögurnar eru BróÖurást og Blind- ur maður að vestan, enda af hófsemi sagðar. Prýðing þeirra er öfgalaus kímni. Ég hygg, að Einar Kristjánsson ætti að skyggnast rækilegar í sjálfs sín barm eftir söguefnuin. Mun honum þá auðn- ast að skrifa aðrar sögur á borð við Septemberdaga og þennan Kjörgrip — — eða þaðan af betri. Þ. G. NYT FRA ISLAND, 2. hefti 1. árg. Útgefandi Dansk-islandsk samfund. Á síðastliðnu ári lióf félagið Dansk- islandsk samfund útgáfu á myndar- legu tímariti, sem ber nafnið Nyt fra Island, en ritstjóri þess er kunnur Is- landsvinur, Bent A. Koch. Ráðgert er að í árganginum verði tvö liefti, og er ■síðara hefti 1. árg. nýlega komið út. Eins og nafnið bendir til, fjallar rit- ið um íslenzk málefni, enda að mestu leyti skrifað af íslendingum, og eru greinarnar flestar miðaðar við það að kynna dönskum lesendum íslenzk menningarmál og framfarir á landi hér. í hinu nýútkomna hefti af Nyt fra Island, er ítarleg grein um Reykjavík og þróun byggingarmál- anna í liöfuðborginni, eftir Hörð Bjarnason húsameistara ríkisins, og fylgja greininni margar rnyndir- Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra ritar grein um íslenzk efnahagsrnál, Gunnlaugur Scheving um Kristínu Jónsdóttur listmálara, og biskupinn, hr. Sigurbjörn Einarsson, grein cr hann nefnir Skálholt — norrænn helgi' dómur. Rekur hann þar sögu Skál- holtsstaðar og greinir frá þeim írarn- kvæmdum, sem nú eru liafnar til upP" byggingar staðarins. En Danir leggja ritinu einnig til efni, sem íslendingum mun leika hug- ur á að kynnast. Erik Sönderhohn, lektor í dönsku við Háskóla íslands ritar í þetta liefti grein um prófessor Einar Ól. Sveinsson, og síðast en ekki sízt má nefna ljóðaþýðingar eftir Poul P. M. Pedersen, er birtir þarna þý®‘ ingar á átta íslenzkum ljóðum eftir fjögur skáld, Davíð Stefánsson, Tómas Guðmundsson, Matthías Jóhannessen og Hannes Pétursson. f inngangsorðum að kvæðunum, er Poul P. M. Pedersen nefnir Nyt fra Islands digtning, rekur hann í stórum dráttum þróunina í íslenzkri ljóðagerð síðastliðin fjörutíu ár og getur nokk- urra skálda er fram hafa komið á þessu tímabili, en í niðurlagi greinarinnar segir hann frá þvi, að hann hafi í und' irbúningi stóra sýnisbók fslenzkra ljóða frá 1918-1960 og muni hann velja og þýða ljóðin, en meðal þeiH‘* verði þau ljóð, sem hann birtir nu 1 Nyt fra Island. Ennfremur segir frann að Ragnar Jónsson muni láta mynC1 skreyta sýnisbókina, prenta hana °% gefa út á forlagi Helgafells. Meða þeirra kvæða, sem birtast í þýðingn Poul P. M. Pedersen í Nyt fra Islan ; er kvæði Davíðs Stefánssonar „Eg sig 1 í haust“ og skal það tekið hér upp sem sýnishorn:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.