Eimreiðin - 01.01.1966, Síða 48
36
ElMRElÐl*
haltraði á eftir Auði, sem beið eftir henni. Þær gengu út í holtið-
Kjalvör tautaði: „Þú munt brátt minnast orða minna, Auður, el
þú sérð þú ert ósvinn orðin, hefur ófyrirsynju vafist í vandrasða-
mál ókunnugra nranna og hefur eigi annað fyrir en óþökk þeirra,
sem að þessu barni standa, ef þú finnur það og bjargar lífi þess.
„Barnið hlýtur að vera hér mjög nálægt,“ sagði Auður. „Heyn1
þú eigi hve sárt það grætur?“
„Bezt að fara hér að öllu varlega, Auður, því að vel má vera að
hér sé eigi allt með felldu. Vera nrá að illur andi lrafi hlaupið í ut'
burðin. Slíkt hendir á stundum. Og er eigi við lamb að leika við
þann fjanda."
„Hérna, þarna undir runninunr er það,“ sagði Auður og hljop>
ætlaði að þrífa barnið upp. En þá æpti Kjalvör:
„Bíð þú nrín og snertu það eigi fyrr en ég hef litið á það! Varúð
skal höfð í nærveru djöfla.“
„Það var ég, senr fann það. Ég á það!“ sagði Auður æst og áköf-
„Það hygg ég þú sért ærr orðin, Auður. Eigi girnist ég útburð
þenna.“
Nú stóðu þær yfir barninu, senr ekki virtist verða þeirra vart en
æpti án afláts, rembdist og skalf, Jrrútið, blátt og óhreint í andhti.
en líkaminn vafinn vondunr dúki mórauðum.
„Eigi er fagurt á að sjá, Auður.“
Nú ætlar Auður að [rrífa barnið upp.
„Eigi, eigi, Auður! Auðséð er að barnið er lraldið óhreinunr
anda. Aðgát skal höfð í nærveru djöfla, segi ég. \hl ég sjá lrvað
verður þegar krossað er yfir Jrað.“
Að svo mæltu kraup Kjalvör niður hjá barninu, signdi yfir þa®
og [ruldi hina kröftugustu bæn, sem hún kunni á latínu. Þá g!'elP
Auður barnið í fang sér, hætti það þá að vola og leit upp á hana
mógráum augum.
„Það hygg ég að vesaling þessum sé á öðru meiri þörf en nrálæði
einu saman.“
„Veit ég þú átt hjarta gott, Auður, meira gruna ég þig um f01'
sjáleysi. Og fer það að vonum, óskírð eins og þú ert, þekkir dg1
skapara þinn né kórónu eilífs lífs. Þú sérð þjáningar líkamans, en
ég sé kvalir sálarinnar í eilífðinni. Þú vilt bjarga lífi líkamans, e11
ég hugsa um velferð barnsins um alla eilífð og varðar Jrað storu
meiru.