Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Blaðsíða 17
ELSA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
með öllum þessum greindargerðum og greind manna er misjafnlega samsett. Greind-
argerðirnar eru málgreind, rök- og stærðfræðigreind, rýmisgreind, hreyfigreind, tón-
listargreind, samskiptagreind og sjálfsþekkingargreind.
Hugmyndir Gardners eru gagnlegar þegar verið er að kenna hópi með ólíkum
nemendum. Auðveldara er að finna sterkar hliðar nemendanna og viðurkenna þær
þegar gengið er út frá að greind geti verið margvísleg. Það leiðir til fjölbreyttari
kennsluaðferða og þá aukast líkur á að sérhver nemandi fái viðfangsefni við hæfi og
njóti sín (Armstrong, 1994). Bæði hugmyndafræði og starfsaðferðir í leikskólum hafa
lengi verið samhljóma hugmyndum Gardners um fjölþætta greind. Leitast hefur ver-
ið við að efla þroska barnsins á sem flestum sviðum með því að nota fjölbreytt verk-
efni.
Samvinnunám er kennsluaðferð sem kennarar og fræðimenn mæla með, bæði
þegar verið er að kenna nemendum af ólíku þjóðerni eða uppruna (Batelaan og van
Hoof, 1996) og nemendum með fötlun (Sapon-Shevin, Ayres og Duncan, 1994). Sam-
vinnunám byggir á þeim forsendum að allir séu góðir í einhverju annars vegar og
hins vegar að allir eigi rétt á hjálp og geti hagnast á því að þeim sé hjálpað. Sam-
vinnunám liefur verið skilgreint á þann veg að „nemendur vinni saman í litlum hópi
að vel skilgreindu verkefni" (Batelan og van Hoof, 1996:10). Þegar valið er í hópinn
er þess gætt að þar séu ólíkir einstaklingar. Þátttakendur hafi ólík hlutverk en fram-
lag hvers og eins er nauðsynlegt til að hægt sé að Ijúka verkinu. Stefnt er að því að
nemendur öðlist færni í mannlegum samskiptum, þ.e. hlusti hver á annan og skipt-
ist á (Hafdís Guðjónsdóttir, 1994). Samvinnunám hvetur til þess að nemendur skilji
og styðji hver annan um leið og ýtt er undir sjálfstæði þeirra. Samvinnunám hentar
öllum nemendum og stuðlar að því að sterkar hliðar barnsins njóti sín.
í BARNABORG OG LEIKBORG
Við skulum nú líta inn í tvo leikskóla Reykjavíkur og skoða þátttöku barna með fötl-
un í því starfi sem þar fer fram. Eins og fram hefur komið hafa börn með fötlun ótví-
ræðan rétt til leikskóladvalar en áhugavert er að vita hvaða hugmyndafræði svífur
yfir vötnum í sambandi við umönnun þeirra og kennslu. í fyrri hluta greinarinnar var
rætt um að aðrar kennsluaðferðir hafa gegnum tíðina gjarnan verið notaðar við börn
með fötlun en „venjuleg" börn. Hvernig skyldi málum vera háttað í þessum leikskól-
um? Er markmiðið að lagfæra það sem er „að" hjá barninu sem væri í samræmi við
einstaklingslíkanið af fötlun? Eða leitast starfsfólkið við að haga skipulagi og starfs-
háttum leikskólans þannig að börnin geti verið þátttakendur á eigin forsendum, en
slíkir starfshættir tækju frekar mið af félagslega líkaninu? Hvaða viðhorf ríkja til
þessara barna í leikskólanum? Hafa börnin unnið sér sess í hugum starfsfólksins sem
sjálfsagðir leikskólaþegnar? Hvers konar skipulag og starfsaðferðir gefast þessum
börnum vel?
Þessi hluti greinarinnar byggist á gögnum rannsóknar minnar í þremur leikskól-
um í Reykjavík 1996-1998 (Elsa Sigríður Jónsdóttir, 1999). Hér takmarkast umfjöllun-
15