Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 213
RAGNHILDUR BJARNADÓTTIR
Til að leita svara við spurningunni um þýðingu lærdómsins er meðal annars kann-
að hvernig mat unglinganna á eigin hæfni sem þeir öðlast við iðkun áhugamála teng-
ist sjálfsmati þeirra. Rannsóknir Harters (1990) benda til þess að mat einstaklinga á eig-
in hæfni á sviðum sem eru mikilvæg í þeirra augum, eins og áhugamál virðast vera
fyrir unglinga, hafi áhrif á alhliða mat þeirra á eigin persónu. Bandarískar rannsókn-
ir á gildi áhugamála í augum unglinga (Mannell og Kleiber 1997, Kleiber, Larson og
Csikszentmihalyi 1986) benda til að þátttaka í formlegum áhugamálum tengist eink-
um jákvæðum upplifunum unglinga af sjálfum sér og að unglingarnir telji að slík
áhugamál feli í sér ögranir og áreynslu umfram önnur viðfangsefni innan og utan
skóla.
Þýðing hæfninnar og áhrif félagslegra aðstæðna
Onnur meginspurning rannsóknarinnar varðar þýðingu hæfninnar fyrir þátttakend-
ur rannsóknarinnar. Til að varpa Ijósi á hvaða áhrif hæfnin hefur á unglingana um-
fram það að þeir ráða við tiltekin viðfangsefni, og hvernig þau áhrif tengjast félags-
legum aðstæðum unglinganna, er stuðst við hugtakið lífsrými (life space) frá Kurt
Lewins (1936).
Lewin skilgreinir lífsrými sem síbreytilegt sálrænt rými sem mótast af samruna per-
sónulegra eiginleika og félagslegra aðstæðna, sem skipta máli á stað og stund. Með
„félagslegar aðstæður" á hann við félagslegt og menningarlegt umhverfi, eins og ein-
staklingurinn upplifir það (1936:12). Þetta sálræna rými - lífsrýmið - afmarkar mögu-
leika einstaklingsins „hér og nú" samkvæmt umfjöllun hans.
A síðustu árum hefur hugtakið lífsrými verið notað í umfjöllun um breyttar að-
stæður barna í nútímasamfélagi og samspil aðstæðnanna við persónulega þætti (Alt-
man og Rogoff 1987, Dencik 1995). Barnæska nútímabarna er þá skilgreind sem lífs-
rými sem er öðruvísi en lífsrými barna var áður fyrr. Nú á dögum einkennast til
dæmis félagslegar aðstæður flestra barna á leikskólaaldri af því að þau alast upp
bæði á heimili og stofnun, og að þau eru í jafnaldrahópum meira en áður tíðkaðist.
Þessar sérstöku aðstæður gera kröfur um að þau þrói með sér persónulega hæfni,
m.a. sveigjanleika í samskiptum við aðra og mikla félagslega færni. Samkvæmt þessu
sjónarhorni er barnæskan lífsrými sem mótast af samruna þessara sérstöku félags-
legu aðstæðna og hæfni barnanna til að koma til móts við breyttar kröfur. Á sama
hátt má segja að lífsrými nútímaunglinga mótist af samspili milli annars vegar félags-
legra aðstæðna sem bera einkenni nútímasamfélagsins og hins vegar persónulegrar
hæfni sem unglingarnir þróa með sér til að takast á við viðfangsefni sem tengjast
þessum aðstæðum.
Marlcmið rannsóknarinnar og rannsóknarspurningar
Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hugmyndir unglinga sjálfra um eigin
hæfni, og mikilvægi hæfninnar, á vettvangi þar sem búast má við að þeir hafi meira
frelsi en innan ramma skólans. Þær rannsóknarspurningar sem hér er leitað svara við
eru:
211