Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Blaðsíða 131
KATRÍN FRIÐRIKSDÓTTIR OG SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR
yngri barna frá því að hún lauk kennaraprófi. Anna hefur glaðlegt og hlýlegt viðmdt.
Hún er hressileg í framkomu, opin og einlæg.
Fylgst var með Önnu í starfi skólaárin 1997 og 1998. í fyrstu heimsókn til Önnu
hafði hún umsjón með hópi nemenda í þriðja bekk sem hún hafði kennt frá því að
- skólaganga þeirra hófst. Ári síðar, þegar seinni liluti gagnasöfnunar fór fram, var hún
umsjónarkennari nemenda í fyrsta bekk.
Framkvæmd
Eigindlegum aðferðum var beitt við bæði gagnasöfnun og úrvinnslu gagna (Bogdan
og Biklen, 1992). Gögnum var annars vegar safnað með opnum viðtölum. Tekin voru
fjögur viðtöl við Önnu sem stóðu hvert um sig frá tæpri klukkustund til tveggja
klukkustunda. I fyrstu viðtölunum var sjónum einkum beint að markmiðum Önnu í
skólastarfi og því hvernig hún teldi að hægt væri að ná þeim. Síðari viðtölin beindust
frekar að Önnu sem persónu og því hvernig hún teldi lífshlaup sitt hafa mótað sig
sem einstakling og kennara. Viðtölin fóru öll fram í skólanum þar sem Anna starfar.
Viðtölin voru afrituð orðrétt.
Hins vegar fór gagnasöfnun fram með þátttökuathugunum, þar sem skráðar voru
nákvæmar lýsingar á kennslustundum strax eftir að þeim lauk (Bogdan og Biklen,
1992). Alls var fylgst með Önnu á vettvangi í um 20 kennslustundir. Markmiðið með
veru á vettvangi var að leita svara við því hvort tengsl væru milli markmiða og leiða
Önnu annars vegar og starfs hennar með nemendum hins vegar.
Greining
Greining gagna er fimmþætt. í fyrsta lagi eru opin viðtöl við Önnu greind til að
kanna hvernig hún telur lífshlaup sitt hafa mótað sýn hennar á uppeldi og starf með
nemendum. Greiningin felst í því að miðla lýsingu Önnu á eigin reynslu þannig að
saga hennar komist sem best til skila (Kvale, 1996). Dregnir eru fram nokkrir þættir
lífshlaupsins (uppeldi, grunnskólaganga, kennaranám, kennslureynsla, uppeldi
barna, persónuleiki) sem reynsla hennar fellur að. í öðru lagi er stuðst við efnisflokka
sem við gefum okkur fyrirfram (Kvale, 1996) við að greina viðtöl við hana um upp-
eldissýn hennar. Þar er áhersla lögð á að laða fram markmið hennar og þær kennslu-
aðferðir sem hún telur æskilegar við að ná þeim markmiðum. í þriðja lagi eru mark-
mið hennar og áherslur í skólastarfi þemagreindar með því að draga fram rauða
þræði í umfjöllun hennar (Kvale, 1996). í fjórða lagi eru þátttökuathuganir greindar
til að kanna hvernig uppeldissýn Önnu birtist á vettvangi. Sjónum er beint að þeim
aðferðum sem hún notar í kennslu og hver kennslustíll hennar er. í fimmta lagi er lífs-
saga Önnu, uppeldissýn og framkvæmd í skólastarfi greind með hliðsjón af mismun-
andi fagþroska kennara samkvæmt líkani um uppeldissýn og lífssögu kennara (sbr.
1. tafla). Anna gerði ekki athugasemdir við greiningu og framsetningu á lífssögu
hennar og uppeldissýn.
129