Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Blaðsíða 66
MARKVISST LEIKSKÓLASTARF Í FJÖLMENNINGARLEGU SAMFÉLAGI
rétttrúnaðarkirkjan. Önnur trúarbrögð sem nefnd voru, voru islam, búddatrú og trú
votta Jehóva. Þegar spurt var hvort trúarbrögð hafi haft áhrif á leikskólastarfið á ein-
hvern hátt var svarið í öllum tilvikum að svo hafi ekki verið. Börnin höfðu öll tekið
þátt í t.d. kirkjuferð og jólastarfi og ekki hafði verið beðið um annað nema hjá einum
hópi, en þar voru börnin heima vegna afmælisveislna, jóla- og páskahalds. Ekki kom
neins staðar fram að unnið hafi verið eitthvað með trúarbrögð barnanna, svo sem að
draga þau inn í leikskólastarfið. Sums staðar var einnig tekið fram að trúarbrögð
barnanna hafi aldrei valdið neinum erfiðleikum.
Þáttur yfirvalda
í þessum hluta rannsóknarinnar var spurt hvernig bærinn eða sveitarfélagið hafi
komið inn í undirbúning og markvissa vinnu með erlendu börnunum. Einnig var
spurt hvort stefnumótun væri fyrir hendi í málefnum erlendu barnanna hjá bænum
eða sveitarfélaginu almennt.
í fáum tilvikum var um stefnumótun að ræða hjá bæjum eða sveitarfélögum þeirra
leikskóla sem rannsóknin náði til, þátttöku í undirbúningi að komu þeirra eða mark-
vissa vinnu með börnunum. Þó voru nokkrar undantekningar. I einu sveitarfélagi þar
sem atvinna er stopul var stuðningur sveitarfélags á þann hátt að leikskólagjöld voru
greidd fyrir barnið hvort sem foreldrar þess höfðu vinnu eða ekki. Ekki var heldur
þjónusta í boði sem leikskólarnir gátu sótt í á neinum stað á landsbyggðinni. Hins
vegar gátu leikskólar óskað eftir sérfræðiaðstoð, líkt og með önnur börn, en erlendu
börnin höfðu engan forgang. Á einum stað var talað um að verið væri að vinna í þess-
um málum, nefnd hafi verið skipuð á vegum sveitarfélagsins.
Á öðrum stað var nefnt að sérfræðingar á skólaskrifstofu á staðnum hefðu aðstoð-
að, einnig félagsmálayfirvöld. Ekki væri komin skýr stefna í þessum málum, en um-
ræðan væri í gangi. í einum leikskóla var nefnt að talmeinafræðingur starfaði við
leikskólana og mæti börnin, gæfi ráðgjöf um sérkennslu og sinnti einnig sérkennslu
eftir þörfum. Engin opinber stefnumörkun væri fyrir hendi hjá sveitarfélaginu.
Undantekning var þegar um börn flóttamanna var að ræða, en þar kom sveitarfé-
lagið inn í undirbúningsvinnu. í einu tilviki var óskað eftir forgangsvistun barns í
leikskólanum og í öðru kom sveitarfélagið inn með kennslu og stuðning í móður-
málskennslu í grunnskólanum á staðnum.
Mat leikskólastjóra
í lokaþætti rannsóknarinnar var beðið um mat leikskólastjóra á því hvernig til hafi
tekist í móttöku og aðlögun barnanna, hvað hefði mátt gera öðruvísi eða betur í und-
irbúningi starfsfólks, foreldra og barna. Einnig var spurt hvort leikskólastjóri teldi að
þörf væri á að bærinn eða sveitarfélagið tæki meiri þátt í undirbúningi að komu barn-
anna eða hvort undirbúningur ætti að vera að mestu leyti í höndum starfsfólks leik-
skólans.
Mat leikskólastjóra var á ýmsa vegu. Hér á eftir verða rakin nokkur svör leikskóla-
stjóra sem varpa ljósi á hvað þeir telja mikilvægt að hafa í huga þegar tekið er á móti
erlendum börnum, hvað hefur gengið vel og hvað má betur fara.
64