Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Blaðsíða 75

Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Blaðsíða 75
HANNA RAGNARSDÓTTIR minni kom skýrt fram að ekki síst á minni stöðum eru einstaklingarnir hreyfiafl sem mótar starfið í byggðarlögunum og í leikskólunum. Á Vestfjörðum og Austfjörðum hefur fjölbreytileikinn þannig orðið nokkurs konar hreyfiafl og tilefni svonefndra þjóðahátíða (Fjölmenningarsetur, 2002). í sjávarþorpum liefur fólk gjarnan sameinast í- þeirri atvinnugrein sem er samofin menningu þorpanna. Tímabundinn skortur á vinnuafli í fiskiðnaði hefur gert sjávarþorpum erfitt um vik og hefur erlent vinnuafl því víða verið vel þegið. Þar sem það færir einnig fjölbreytileika í mannlífið á staðn- um er margt unnið í einu: Jafnvægi næst í atvinnuvegum og mannlífið auðgast. Mik- ilvægt er að fjölbreytileikinn sé litinn jákvæðum augum og að hann öðlist sess í stað- armenningunni. Dæmi um slík viðhorf koma fram þegar auglýst er eftir sveitarfélagi sem vill taka á móti hópi flóttamanna. Þau sveitarfélög sem þess óska, eru þá vænt- anlega í senn að lýsa þörf á að fá til sín fólk og um leið að bjóða það velkomið. Eins og getið hefur verið hér á undan, er það mat flestra leikskólastjóra á lands- byggðinni að mikilvægt sé að yfirvöld sveitarfélags eða bæjar taki þátt í undirbún- ingsvinnu að komu erlendra barna í leikskólana. Þá er talin mikil þörf fyrir samvinnu sveitarfélags og stofnana þess, grunnskóla og leikskóla um móttöku barnanna og vinnu í þeirra málum. Atvinnurekendur geta líka lagt fram sinn skerf til að auðvelda aðlögun barnanna, t.d. með því að veita foreldrum tímabundið leyfi úr vinnu og sýna dæmi um slíka aðstoð í ofangreindri rannsókn jákvæðar niðurstöður. Allt miðar þetta að því að skapa erlendum börnum traustan grunn. Tímabundin aðstoð getur skilað margföldum árangri í velferð barnanna og um leið velferð samfélagsins í heild. Starf sem snýr að flóttamönnum og þáttur leikskólans í því sker sig nokkuð úr í rannsókninni. Virðist þar vera hugað að flestum, ef ekki öllum þörfum barnsins og mikil áhersla lögð á að fólk verði á einu ári fært um að bjarga sér sjálft í íslensku sam- félagi. Því er um að ræða tímabundna, margvíslega hjálp til sjálfshjálpar, sem smám saman er dregið úr. Mætti í starfi með öðrum erlendum börnum taka mið af því starfi sem unnið er með flóttamönnunum. Þar miðar allt skipulag að því að gera flótta- menn sjálfbjarga í samfélaginu sem fyrst og styrkja sjálfsmynd þeirra með ýmsum hætti. I flestum tilvikum hefur þetta starf gengið vel. Dreitö ábyrgð: Stjórnvöld - foreldrar - starfsfólk leikskóla Þegar nýir íbúar eiga í hlut snýst umræðan gjarnan um það hvar ábyrgðin liggur varðandi það að laga sig að samfélaginu og læra tungumálið og að hve miklu leyti þeir eiga að viðhalda eigin tungumáli og menningu. Eins og áður er getið eru réttindi barna skv. Barnasáttmálanum skýr hvað þetta varðar. Ljóst er að innflytjendur hljóta að þurfa að laga sig að samfélaginu á þann hátt að þeim séu Ijós réttindi sín og skyld- ur sem samfélagsþegnar, að þeir læri tungumálið að vissu marki og að þeim sé kunn- ugt um helstu stofnanir samfélagsins, lög þess og stjórnarfar. í nágrannalöndum okk- ar hefur undanfarin ár í flestum tilvikum verið fylgt þeirri leið til aðlögunar sem nefnd hefur verið samþætting og felur í sér að þjóðemisminnihlutar leitast við að til- einka sér ráðandi menningu en leggja um leið áherslu á að viðhalda eigin menningu og tungu. Einstaklingarnir þurfa þá að öðlast færni tveggja menningarheima og upp- fylla þær kröfur sem tveir menningarheimar setja um hæfni í boðskiptum og á vits- 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268
Blaðsíða 269
Blaðsíða 270
Blaðsíða 271
Blaðsíða 272
Blaðsíða 273
Blaðsíða 274
Blaðsíða 275
Blaðsíða 276
Blaðsíða 277
Blaðsíða 278
Blaðsíða 279
Blaðsíða 280
Blaðsíða 281
Blaðsíða 282

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.