Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Blaðsíða 195
BÖRKUR HANSEN, ÓLAFUR H. JÓHANNSSON OG STEINUNN H. LÁRUSDÓTTIR
Meðal atriða sem spurt var um eru sérfræðiþjónusta skóla, fjármagn, jafnrétti til
náms, áhrifavald skólastjóra, vinnuálag skólastjóra, möguleikar kennara til þess að
hafa áhrif á stefnumótun, faglegt frelsi, starfskjör kennara og viðhorf til skólanefnda.
Önnur íslensk rannsókn tengist því viðfangsefni sem hér er til umfjöllunar. Þetta
er rannsókn sem beinist að breytingum á menntakerfum níu Evrópulanda og ísland
á aðild að. Þar er meðal annars fjallað um breytt hlutverk skólastjóra (Ingólfur Ásgeir
Jóhannesson, Gunnar E. Finnbogason og Guðrún Geirsdóttir 2000).
Árið 1991 gerðu höfundar þessarar greinar rannsókn á störfum skólastjóra grunn-
skóla þar sem skólastjórarnir voru m.a. beðnir að forgangsraða verkefnum með tilliti
til þess hversu mikinn tíma þau tækju og hvernig þeir teldu æskilegt að forgangsraða
þeim. Einnig röðuðu þeir sömu viðfangsefnum með tilliti til þess hversu erfið þeir
töldu þau vera og hve mikla ánægju þau veittu þeim (Börkur Hansen, Ólafur H. Jó-
hannsson, Steinunn Helga Lárusdóttir 1994). Með því að spyrja aftur um sömu atriði
gafst færi á að skoða breytingar sem orðið höfðu á viðhorfum þeirra á þeim áratug
sem leið milli þessara tveggja kannana.
HELSTU BREYTINGAR MEÐ GRUNNSKÓLALÖGUNUM 1995
Maden (2000) bendir á að sú stefna að færa stjórnun og rekstur skóla nær hagsmuna-
aðilum gangi undir ýmsum nöfnum sem gjarnan mótist af aðstæðum í viðkomandi
landi, umdæmi eða héraði. Má nefna hugtök eins og valddreifingu, dreifstýringu,
aukið sjálfstæði skóla og aukið vald í héraði. Bendir hún jafnframt á að á síðasta ára-
tug hafi þessi stefna ráðið ferð í flestum löndum Evrópu og víða hafi verið gerðar
breytingar á menntakerfum til samræmis við hana. Meginrökin fyrir slíkum breyt-
ingum telur Maden vera að þau stuðla að meiri hagkvæmni, auknu lýðræði og meira
samræmi milli ákvarðana og aðstæðna.
Það er aftur á móti afstætt og háð sögulegum forsendum hvernig hagsmunaaðilar
skynja nálægð valds og ákvarðana. Því getur það sem telst til valddreifingar í einu
landi verið dæmi um miðstýrða ráðstöfun í öðru. Skólakerfið laér á landi var t.d. jafn-
an talið miðstýrt þar sem ábyrgð og völd voru einkum tengd ráðuneyti og fræðslu-
skrifstofum. Með grunnskólalögunum 1995 má segja að dregið hafi verið úr miðstýr-
ingu við rekstur grunnskólans og sjálfstæði hans eflt á ýmsum sviðum.
Helstu rökin fyrir tilfærslu grunnskólans til sveitarfélaga voru að færa ábyrgð á
framkvæmd sem næst þeim sem skólinn þjónar og efla þannig skólastarf í landinu
(sjá t.d. Skýrslu nefndnr um mótun menntastefnu 1994 og Lög um grunnskóla frá 1995).
Skipulagsbreytingarnar sem af þessari ákvörðun leiddu voru margvíslegar og eru
þessar veigamestar:
• Fræðsluumdæmi byggð á kjördæmum voru felld úr gildi og fræðsluskrifstof-
ur, sem ríkið rak í hverju fræðsluumdæmi, lagðar niður. Hverju sveitarfélagi
var í sjálfsvald sett hvernig það hagaði umsjón, eftirliti og faglegum stuðningi
við sína skóla.
193