Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Blaðsíða 39
KRISTIN NORÐDAHL
fyrirbæri sem verið var að fást við, en jafnframt var mikil ábersla lögð á að börnin
gerðu ýmsar athuganir og tilraunir.
I tengslum við umfjöllun um lífsferil blómplantna settu börnin niður fræ og fylgd-
ust með plöntum vaxa upp, blómstra og mynda ný fræ. I tengslum við umfjöllun um
hringrásir efna ræktuðu börnin plöntur í myrkri og birtu. Einnig ræktuðu þau plönt-
ur í lokuðu gegnsæju íláti. Þau fylgdust með brauðsneiðum mygla og athuguðu hvað
yrði um ýmsa hluti (brauð, pappír, plasttappa, appelsínu o.fl.) sem festir voru á spýtu
og látnir liggja úti í mold. Einnig fylgdust þau með starfsemi ánamaðka og því sem
gerist í safnhaug.
Þessar tilraunir og athuganir gáfu mörg tilefni til umræðu um hvað börnin töldu
að myndi gerast og eins voru þau hvött til að leita sér skýringa á því sem síðan gerð-
ist.
I verkefninu teiknuðu börnin einnig mikið og unnið var með efnið í leikrænni tján-
ingu. Einnig voru bækur skoðaðar og lesin var ein áhrifarík saga um mús sem dó og
hvað varð um jarðneskar leifar hennar.
í náttúrufræðiverkefninu var ekki markmiðið að börnin myndu skilja þessi ferli
eins og vísindin skilgreina þau heldur að þau þróuðu hugmyndir sínar í átt að þeim.
HUGMYNDIR BARNANNA UM ÞAU FERLI SEM
HRINGRÁSIR EFNA FELA í SÉR
Til að kanna hugmyndir barnanna um hvað hringrásir efna fela í sér voru hugmynd-
ir þeirra um eftirfarandi atriði athugaðar: Hvað plöntur þurfi til að stækka og lifa,
hvað verði um vatn í lokuðu keri, hvort plöntur þurfi súrefni, hvernig dýr vaxi, um
tengsl lífvera sín á milli, hvað verði um dauðar lífverur og hvernig mold myndist.
Hugmyndir barnanna um hvað plöntur þurfi til að stækka og lifa
Hugmyndir margra barna um hvernig plöntur stækkuðu eða hvað þær þyrftu til að
lifa breyttust töluvert meðan á verkefninu stóð. Það má þó segja að grunnhugmynd-
in sé eins í öllum viðtölunum. I byrjun voru svo til öll börnin á því að plöntur stækk-
uðu aðallega af vatni, en líka af mold, og auk þess nefndi eitt barnið áburð. Vatn og
mold var greinilega það sem börnin tengdu fyrst og fremst við vöxt og eitt barnið tal-
aði jafnvel um að rótin borðaði moldina. í öðru og þriðja viðtali nefndu þau þetta
sama fyrst og komu ekki inn á næringarframleiðslu nema þau væru spurð frekar, t.d.
hvers vegna plöntur þyrftu að vera í birtu. Þessar niðurstöður eru í samræmi við
niðurstöður annarra rannsókna (Leach o.fl. 1992, Pramling 1994, Driver o.fl. 1994a,
Russell o.fl. 1993). Þar kemur fram að þessi hugmynd, um að plöntur vaxi af vatni og
mold sem þær taki inn um rótina, sé mjög almenn og einstaklega föst fyrir, enda
styrki dagleg reynsla okkar af ræktun þessa hugmynd. Þannig hugsi börn um plönt-
ur sem neytendur en ekki sem framleiðendur.
í fyrsta viðtalinu kom fram að helmingur barnanna áleit að best væri að rækta
plöntur á björtum stað en það var þó eins og þau átttiðu sig ekki á því að það væri
birtan sem skipti máli í þessu samhengi. Þau tengdti bjarta staði við hita eða súrefni
37