Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Blaðsíða 234
VIÐHORF O G BJARGARHÆTTIR FULLORÐINNA LESHAMLAÐRA ÍSLENDINGA
myndir um ákjósanlegar stuðningsaðgerðir við leshamlaða, bæði börn og fullorðna.
Gengið var út frá þeirri tilgátu að í sjávarþorpum, þar sem atvinnulífið byggir á
frumframleiðsluþáttum, sé leshömluðum auðveldara að bjarga sér í daglegu lífi en á
höfuðborgarsvæðinu, þar sem atvinnulífið og þjóðfélagsgerðin eru flóknari og gera
meiri kröfur um lestur og rittjáningu. Ef tilgátan væri rétt, þá hlyti sjálfsmynd þátt-
takenda að vera betri í sjávarþorpum heldur en á höfuðborgarsvæðinu.
Rök höfundar fyrir þessari rannsókn voru m.a. þau að upplýsingarnar, sem
fengjust með henni, væri hægt að nota í ráðgjöf við leshamlaða og fjölskyldur þeirra
svo og við kennara og aðra þá sem samskipti hafa við leshamlaða eða sem hafa í
hendi sér skipulagningu stuðningsaðgerða.
AÐFERÐ
Þátttakendur
Þátttakendur voru 61 fullorðinn leshamlaður Islendingur, 16 ára eða eldri. Upplýs-
ingarnar um lestrar- og skriftarerfiðleika þátttakenda fengust í flestum tilvikum frá
sérkennara/kennara en í örfáum tilvikum var eigin tilkynning tekin gild. Tvær mis-
munandi aðferðir voru notaðar við val á þátttakendum: Milligöngumenn (aðallega
sérkennarar) höfðu samband við leshamlaða sem þeir þekktu og spurðu hvort þeir
væru fáanlegir til þátttöku en einnig var auglýst eftir þátttakendum í tveimur staðar-
blöðum, Eystrahorni í Hornafirði og Víkurfréttum í Reykjanesbæ. Alls komu þrettán
þátttakendur eftir auglýsingum.
Gagnaöflun og úrvinnsla
Beitt var bæði eigindlegum og megindlegum aðferðum. Öllum þátttakendum var
annaðhvort afhentur persónulega spurningalisti með 56 atriðum eða hann sendur
með bréfpósti. Fremst á honum voru staðhæfingar, sem svara átti með því að merkja
í viðeigandi reit, en notaður var Likert-kvarði með fimm svarmöguleikum (mjög
sammála, frekar sammála, hlutlaus, frekar ósammála, mjög ósammála). Staðhæfing-
arnar fjölluðu bæði um skólaárin og um fullorðinsárin. Síðar á listanum voru spurn-
ingar um viðhorf og bjargarhætti þátttakenda og voru meðal þeirra bæði opnar, hálf-
opnar og lokaðar spurningar. Allra síðast var ótölusettur kafli fyrir ýmsar lýðfræði-
legar upplýsingar um þátttakendur, m.a. aldur, menntun, starf, hjúskaparstöðu og
skyldleika við aðra leshamlaða.
Þátttakendunum var boðinn möguleiki á að fá spurningarnar á hljóðsnældu og
þeim sagt að einnig væri hægt að skila svörunum á snældunni. Samtals voru sendar
út 23 snældur, en enginn skilaði svörum á þeim. Þrír tóku þó fram að þeir hefðu not-
að skrásetjara, maka eða annan í fjölskyldunni.
Spurningalistarnir voru nafnlausir og svörum var skilað í umslagi gegnum póst-
þjónustu. Rannsakandinn gat því ekki tengt svörin við ákveðna einstaklinga. Eftir að
svörin höfðu borist, þau verið slegin inn á tölvu og greind, voru sex þátttakendur
valdir í viðtal. Viðmælendur voru valdir þannig að allir aldurshóparnir fengu sinn
232