Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Blaðsíða 179
ANNA ÞÓRA BALDURSDÓTTIR
að standa sig og haldast í starfi. Þær hafa oft víðtæk streituvaldandi áhrif burtséð frá
því hvort um jákvæð eða neikvæð áhrif er að ræða. Má þar nefna til dæmis tilkomu
nýrrar aðalnámskrár, samræmdra prófa og meiri háttar breytingar á stjórnun skóla
og skólamála. Á þetta sérstaklega við ef kennarar hafa litla möguleika til áhrifa (Gold
og Roth 1993, Travers og Coopers 1996).
Einkenni kulnunar hjá einstökum kennurum eru með ýmsum hætti: andleg (til-
finningaleg), líkamleg og fagleg. Einkenni kulnunar birtast til dæmis sem pirringur,
vanmáttarkennd, reiði, kvíði, spenna, eirðarleysi, mikil þreyta og leiði (Farber 1991,
Milstein 1984). Umhyggja fyrir nemendum fer þverrandi og þeir fjarlægjast bæði þá
og annað samstarfsfólk. Ef ekkert er að gert, gæti þunglyndi gert vart við sig ásamt
ýmsum sállíkamlegum einkennum og endað í versta falli með taugaáfalli (Farber
1991, Friedman 1991). Líkamleg einkenni birtast til dæmis sem viðvarandi streita,
vöðvaspenna og ofþreyta og í veikindum. Sé litið til faglega þáttarins birtast einkenni
kulnunar hjá kennurum sem minnkandi hæfni til þess að sinna kennslu, í meiri fjar-
vistum vegna veikinda og jafnvel brotthvarfi úr starfi. Kennarar sem kulnunar gætir
hjá eru taldir sinna undirbúningi fyrir kennsluna verr, kenna af minni áhuga og hug-
myndaauðgi minnkar. Þeir gera minni kröfur til nemenda og hafa litla þolinmæði
gagnvart bekknum, upplifa sig úrvinda af þreytu bæði andlega og líkamlega og finna
til lítillar skuldbindingar gagnvart kennsliinni og nemendum sínum (Travers og
Cooper 1996, Farber 1991, Friedman 1991).
Fram kemur að meðal helstu afleiðinga eru áætlanir um að hætta kennslu, meiri
fjarvera, bæði raunveruleg og að viðkomandi er fjarhuga við störf sín, minni afköst,
heilsufarsvandamál og minnkuð lífsgæði almennt (Macdonald 1999, Travers og
Cooper 1996, Schwab o.fl. 1986).
KÖNNUN Á KULNUN
Til þess að leita svara við þeim spurningum sem settar voru fram í rannsókninni var
spurningalisti sendur til 600 grunnskólakennara og leiðbeinenda um land allt. Það
eru 15,5% þeirra sem í starfi voru skólaárið 1999-2000 og var handahófsúrtak gert úr
kennaraskrá yfir starfandi kennara og leiðbeinendur í grunnskólum. Rannsókninni
var ætlað að leita svara við eftirfarandi meginspurningu:
Gætir kulnunar ístarfi meðal grunnskðlakennara og leiðbeinenda ígrunnákól-
um d íslandi?
Undirspurningar voru tvær:
a) Hjd hvaða kennurum gætir helst kulnunar í starfi?
b) Hvaða þættir ístarfsumhverfinu leiða helst til kulnunar ístarfi?
Til þess að svara aðalspurningunni var gerður samanburður við könnun Maslach á
kennurum en niðurstöður hennar fylgja leiðbeiningum um notkun MBI-mælitækis-
ins (Maslach og Jackson 1986).
Spurningalistinn var í megindráttum tvíþættur. Annars vegar var um að ræða við-
177