Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Blaðsíða 210
HVAÐ TEUA UNGLINGARNIR SIG L Æ R A ?
Við undirbúning rannsóknarinnar var rætt við nokkra unglinga og voru þeir
spurðir hvort þeir hefðu lært eitthvað af áhugamálum sínum eða viðfangsefnum
utan skóla. Jú, þeir töldu sig liafa lært ýmislegt, t.d. að hrósa öðrum og að vera skipu-
lagðir. Skilgreining þeirra á hugtakinu „að læra" virðist vera mjög víð og í samræmi
við nýjar skilgreiningar á hugtakinu sem eru ekki jafn bundnar við hefðbundnar
námsgreinar í skólum og áður var. í námskrám hér á íslandi og í flestum nágranna-
löndum okkar (sjá t.d. Aðalnámskrá grunnskóla 1999, Undervisningsministeriet
1996) er nú lögð áhersla á að efla skuli félagslega færni og margvíslega persónulega
hæfni nemenda - sem m.a. lrefur verið kölluð lífsleikni - ekki síður en kunnáttu í bók-
legum og verklegum námsgreinum. Lærdómur felst samkvæmt þessu í aukinni getu
til að takast á við fjölbreytt viðfangsefni í daglegu lífi ekki síður en liefðbundnar
námsgreinar.
I rannsókninni er tekið mið af þessum nýju skilgreiningum. Jafnframt er litið svo
á að börn og unglingar taki virkan þátt í eigin menntun og alhliða þroska, sem er ann-
að ríkjandi viðliorf til náms, og yfirleitt tengt við liugsmíðalTyggju (sjá m.a. Bruner
1996, Gergen 1997).
Hugtakið nám vísar til breytingaferlis. Ymis orð liafa verið notuð um árangur eða
útkomu úr námi, m.a. færni, leikni, skilningur og kunnátta. Á undanförnum árum
hefur orðið „competence" rutt sér til rúms erlendis í umfjöllun um árangur náms, og
einnig um æskileg markmið með námi, í samræmi við breyttar skilgreiningar á lær-
dómshugtakinu (Ogden 1995, Schultz Jorgensen 1999).
Hér er orðið hæfni notað um „competence" og er það notað um getu einstaklings
til að takast á við viðfangsefni - vitræn, félagsleg, líkamleg eða tilfinningaleg - á
markvissan og viðurkenndan hátt miðað við aðstæður á stað og stund. Með viður-
kenndan er átt við hvort tveggja, eigin staðfestingu og viðurkenningu annarra. í
rannsókninni beinist athyglin að hugmyndum og mati unglinga sjálfra á eigin hæfni sem
þeir rekja til þátttöku í áhugamálum utan skólans.
Áhugamál eru hér skilgreind sem athafnir sem eru hluti daglegs lífs unglinganna,
en ekki allt sem þeir gera eða sýna áliuga á í frístundum (t.d. ekki sjónvarpsáhorf, að
slæpast, hitta vini eða slappa af). Bæði getur verið um formleg viðfangsefni að ræða,
þ.e. þjálfun eða nám utan skóla, og annars konar óskipulögð áhugamál sem ungling-
arnir stunda daglega eða vikulega. Litið er svo á að áhugamál utan skóla séu annars
konar vettvangur lærdóms en skólinn.
Hugtakið hæfni
Afmörkuð kunnátta og leikni falla fljótt úr gildi í síbreytilegu og tæknivæddu nú-
tímasamfélagi (sjá m.a. Giddens 1991, Gergen 1997). Sú staðreynd skýrir líklega
aukna áherslu á hugtakið hæfni í umfjöllun um nám og persónulegan þroska. Það
sem skiptir máli er að vita að „ég get lært", þ.e. fullvissan um að vera hæfur til að
takast á við ný og síbreytileg viðfangsefni. Ymsir fræðimenn hafa bent á að kostir
hugtaksins hæfni felist í að það er víðara en hugtökin kunnátta, leikni og færni, þar
sem það felur jafnframt í sér að einstaklingurinn veit hvernig beita má kunnáttunni
eða færninni (Markus, Cross og Wurf 1990, Scliultz Jorgensen 1999).
208