Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Blaðsíða 236
VIÐHORF O G BJARGARHÆTTIR FULLORÐINNA LESHAMLAÐRA ISLENDINGA
þunglyndi, sem þeir röktu til erfiðleikanna samfara leshömlun. Þrír til viðbótar
nefndu að þeir hefðu verið með minnimáttarkennd og lélega sjálfsmynd á skólaárum
sínum eða jafnvel lengi fram á fullorðinsárin, en að umræða undanfarinna ára hefði
dregið úr þessum kenndum, jafnvel þó að sárindin sætu eftir. Einnig voru þeir sem
litu á hömlunina sem óumflýjanlega staðreynd sem maður yrði að sætta sig við:
Maður verður nð bíta á jaxlinn og lifn með fötluninni eins og aðrir fatlaðir.29
(karl, yfir 40 ára)
Greinilegt er að formleg staðfesting á dyslexíu hefur verið mörgum sem léttir og gef-
ið sumum þeirra sjálfstraustið aftur:
Eftir að e'g greindist leshömluð þá er allt miklu einfaldara.
(kona, 21-25 ára)
Vanmáttarkenndin virtist samt sem áður stundum ná yfirhöndinni, þegar um lestrar-
eða ritunarfærni var að ræða, að minnsta kosti sögðu 45 (73,8%) þátttakendur það.
Meirihluti þátttakenda eða 45 (73,8%) taldi samt stöðu sína meðal félaga nokkuð
sterka og er þessu öfugt farið miðað við þær erlendu rannsóknir sem vitnað var í
(Gjessing og Karlsen, 1989:37; Skaalvik, 1994). Lítið sjálfstraust og efasemdir um eig-
in getu draga óhjákvæmilega úr þátttöku í þjóðfélaginu og er þetta samhljóða niður-
stöðum hollenskrar rannsóknar (Hellendoorn og Ruijssenaars, 2000). Aðeins tveir
þátttakendur nefndu að þeir hefðu einhvern tímann tekið þátt í samfélagslegum mál-
um (annar hafði verið virkur í verkalýðsstarfi en hinn í frjálsum félagasamtökum), en
þeir voru nú hættir, þar sem sjálfstraustið hafði brugðist þeim.
Hömlun mín kemur aðallega fram í litlu sjálfsmati. Hefoft verið valin til for-
ystu en gefist upp.
(kona, yfir 40 ára)
Ég hefði tekið meiri þátt ífélagsmálum.
(karl, yfir 40 ára)
Tvíbent áhrif fjölskyldunnar
Flestir þátttakendur (44 eða 72,1%) í þessari rannsókn áttu annaðhvort leshömluð
skyldmenni og/eða þekktu að minnsta kosti einhverja aðra leshamlaða utan fjöl-
skyldunnar (63,9%). Samtals 19 (31,1%) sögðust sjálf einnig eiga leshömluð börn.
Dyslexía í þremur kynslóðum innan sömu fjölskyldunnar30 var hjá fimm þátttak-
endum (8,2% af heildarþátttökufjölda). Sex sögðust vita um leshömlun eingöngu hjá
29 f umfjölluninni hér á eftir, þegar vitnað er beint í orð þátttakenda, eru þau tekin upp úr spurninga-
lista, nema annað sé tekiö fram.
30 Kynslóðir skilgreindar á eftirfarandi hátt: 1. þátttakandi 2. foreldrar og systkini foreldra 3. föður-
foreldrar og móðurforeldrar.
234