Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Blaðsíða 77
HANNA RAGNARSDOTTIR
lykilatriði. Að auki kemur til stuðningur sjálfboðaliða eða stuðningsfjölskyldna á
staðnum (Hólmfríður Gísladóttir munnleg heimild, 15. febrúar 2002). Samvinna
stofnana er mikilvæg í móttöku fólks af erlendum uppruna, ekki síst barna. Eins og
kemur fram í niðurstöðum rannsóknar hér á undan, óska flestir leikskólastjórar eftir
áukinni samvinnu og stuðningi sveitarfélaga og jafnvel atvinnurekenda við móttöku
eriendu barnanna.
Umfjöllun um fjölmenningarlegt samfélag á Islandi hefur aukist mjög undanfarin
ár. Það sama má segja um upplýsingastreymi til og frá innflytjendum. Alþjóðahús í
Reykjavík (2002), sem var stofnað í desember 2001, er dæmi um samstarfsverkefni
sveitarfélaga sem býður upp á fræðslu um íslenskt samfélag (áður í höndum Mið-
stöðvar nýbúa). Þar er safnað saman mikilvægri þekkingu og reynslu sem auðvelda
á fólki af erlendum uppruna, jafnt og Islendingum, að laga sig að fjölmenningarlegu
samfélagi. Annað dæmi er Fjölmenningarsetur á Vestfjörðum (Fjölmenningarsetur,
2002). Upplýsingar fyrir og um nýbúa má einnig sjá á ýmsum vefsíðum og ritum
opinberra stofnana.
Af ofangreindri umræðu má sjá að ábyrgð á velferð innflytjenda, þ.m.t. barna er í
höndum margra aðila og er best tryggð með samvinnu stofnana sem í hlut eiga við
heimili og foreldra.
Lokaorð
I niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram hversu dreifð erlendu börnin eru um
landið. Heildarniðurstöður rannsóknarinnar gefa sterklega til kynna að víða eru erf-
iðleikar í leikskólum tengdir komu erlendra barna. Felast þeir oft í skorti á undirbún-
ingi starfsfólks, skorti á upplýsingum um barnið og aðstæður þess við komu þess í
leikskólann, misskilningi vegna skorts á tungumálakunnáttu eða því að upplýsingar
komast ekki til skila. Þá virðist nokkurt óöryggi og e.t.v. þekkingarleysi hindra stjórn-
endur leikskóla í því að vinna markvisst að komu barnanna og undirbúa starfsfólk
sitt og börnin sem fyrir eru. Einnig skortir víða samstarf stofnana sveitarfélagsins til
að starfið beri góðan árangur.
Fjölbreytni í barnahópnum í leikskólunum er mikil og þarfir barna innan hans
margvíslegar og oft ólíkar. Að taka á móti erlendum börnum krefst nokkurrar þekk-
ingar og e.t.v. viðhorfabreytinga hjá starfsfólki hvað varðar fordóma og hugsanlegar
ranghugmyndir. Að öðru leyti gildir það sama um þau og íslensku börnin, þ.e. að
taka þarf tillit til þarfa hvers einstaklings. Að auki þarf að taka tillit til sögu, tungu-
máls, menningar og trúarbragða barnanna. Vel ígrundaðar móttökuáætlanir geta þar
leiðbeint um fyrstu skrefin. Mikilvægt er einnig að skoða aðstæður barns, líkamlegt,
andlegt og félagslegt ástand og aðstæður fjölskyldu. Þarna þarf þó að sýna fyllstu
virðingu og aðgát við öflun upplýsinga.
Vinna í fjölmenningarlegum leikskóla þar sem koma á í veg fyrir hvers konar for-
dóma getur verið erfið, ögrandi og skapað örvæntingu, en er mjög gefandi þegar vel
tekst til. Starfsfólk leikskóla þarf að skoða eigin viðhorf og leikskólinn þarf að þróa
leiðir til að styrkja og meta starfið jafnt og þétt. Reglulegir fundir eru heppileg leið til
að ræða starfið, mistök og hvað vel hefur gengið og takast á við neikvæð viðhorf.
75