Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Blaðsíða 112
SAMSKIPTI, KENNSLUHÆTTIR OG VIÐMOT
ur virðist vera á einstökum hópum kennara hvað samstarf við foreldra varðar. Ef
kennarar hafa fyrst og fremst samband við foreldra þegar eitthvað er að, er trúlegt að
erfitt sé að skapa traust tengsl við foreldra.
Það vekur athygli að 61% karla segir aðra kennara veita þeim stuðning í starfi bor-
ið saman við aðeins 35% kvennanna. Samt sem áður segir um lielmingur þátttakenda
sig vera faglega einangraða (alltaf 24%, oft 28%). Fagleg einangrun virðist algeng og
ekki kom fram munur á milli kynja hvað þetta atriði varðar. Leita má skýringa á þess-
ari faglegu einangrun í því að lítið er um formlegt samstarf í fámennu skólunum. I
opinni spurningu voru þátttakendur beðnir að gera grein fyrir hvernig samstarfi
kennara innan skólans væri háttað. Lýsandi er svar eins kennara:
Vegna þess hvað við erum fá er ekki þörf áformlegum fundum, öll hle' eru eins
konar fundir. Mál eru tekin fyrir þegar þau koma upp.
Aðeins 38% þátttakenda sem svöruðu spurningunni um hvernig samstarfi kennara
innan skólans er háttað, sögðu að fram færi reglulegt samstarf í skólanum en alls 29%
þátttakenda telja ekki þörf á skipulögðu samstarfi því kennarar hittist daglega. Þess
skal getið að svörun við þessu atriði var afar lítil (n=16).
Á heildina litið sýna niðurstöður úr spurningalistakönnuninni að kostir fámennra
skóla eru kennurum ofar í huga en ókostir. Þeir telja að þar séu samskipti kennara við
nemendur og á milli samstarfsfólks nánari en í stórum skólum. Þótt bekkjarkennarar
skeri sig úr, þá segja aðrir þátttakendur að auðvelt sé að stuðla að slíkum samskipt-
um vegna fámennisins. Eins telja flestir kennaranna það nemendum í hag að vera í
aldursblönduðum bekkjum. Það skýtur því skökku við að niðurstöður sýndu að
kennsluaðferðir eru ekki miðaðar við kennslu í aldursblönduðum bekkjum og flestir
kennaranna segja að ekki sé unnið markvisst að því að verða við sérþörfum nem-
enda. Þá er óljóst hvernig og hverjir vinna skólanámskrá skólanna og skortur er á
samstarfi við foreldra og meðal samkennara.
Athuganir í bekk
Beinar athuganir í bekk sýndu ekki marktækan mun á viðmóti kennara með tilliti til
stærðar skóla, stærðar bekkja, reynslu kennara eða kyns. Aðeins reyndist marktækur
munur á nálægð kennara við nemendur en kennarar í fámennu skólunum voru nær
nemendum í rými (t=2,07, df = 18, p <0 ,05). Þrátt fyrir að ekki reyndist marktækur
munur á viðmóti kennara hvað ofangreinda þætti varðar, sýndu vettvangsnóturnar
mikinn mun á viðmóti og störfum kennara. Einstakir kennarar komu fram við nem-
endur á ólíkan hátt, svo á einnig við um agastjórnun, val á kennsluaðferðum og
hæfni til að mæta sérþörfum nemenda. Athyglisvert var að samskipti kennara, við-
mót þeirra og kennsluhættir voru óháðir stærð bekkjar.
Rúmlega helmingur allra kennaranna voru eftirtektarsamir, rólegir, töluðu lágt,
sýndu hlýtt viðmót, voru óragir við að sýna tilfinningar og virtust taka tillit til náms-
þarfa hvers nemanda. Þeir hlustuðu á nemendur af fullri athygli, bæði á það sem sagt
110
1