Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Blaðsíða 95
SIF EINARSDOTTIR OG JOHANNA EINARSDOTTIR
Áður en aðhvarfsgreiningu var beitt var kannað hvort að gögnin séu þess eðlis að for-
sendur aðferðarinnar haldi. Frumbreyturnar sem hér er verið að skoða eru ekki full-
komlega normaldreifðar og nánari athugun á því hvernig þátttakendur dreifast í hið
margvíða rými breytanna leiddi í ljós að einn þátttakandi reyndist vera einfari þar
sem hann var mjög ólíkur liinum og féll ekki innan viðmiðunarmarka livað varðar
stærð leifar (residual) og „áhrifa" (influence). Athugun á því hvers konar aðhvarfs-
líkan lýsir þessum gögnum best sýndi að línulegt líkan gefur ekki endilega besta
mynd af tengslum breytanna þriggja við námsárangur. En þar sem ekki er um mik-
inn mun að ræða í skýrðri dreifingu eftir líkönum og ólínuleg líkön eru alla jafna
flóknari í túlkun var ákveðið að beita hér samt sem áður línulegri aðhvarfsgreiningu.
Niðurstöðurnar leiða í ljós að aldur, starfsaldur og fyrri menntun (metin með ein-
ingum lokið til stúdentsprófs) skýra saman um 10,9% ( F(3, 141) = 6,84 p < 0,01) af
dreifingu meðaleinkunnar eftir fyrsta árið í leikskólakennaranámi. Aðhvarfsgreining
er einnig gagnleg að því leyti að hún leyfir okkur að kanna hvort að hver breyta fyr-
ir sig hefur sjálfstæð áhrif í aðhvarfslíkaninu. Staðlaðir aðhvarfsstuðlar (p) voru skoð-
aðir til að kanna hvaða breytur í líkaninu tengjast námsárangri nemenda, því hærri
sem slíkir stuðlar eru því meiri eru tengsl breytunnar við fylgibreytuna eftir að áhrif
annarra breytna í líkaninu hafa verið tekin út. Breytan sem endurspeglar fyrri mennt-
un nemenda (fjölda eininga lokið til stúdentsprófs) reyndist hafa hæstan aðhvarfs-
stuðul þ = 0,49, p < 0,01, en aðhvarfsstuðlarnir fyrir aldur (P = 0,27) og starfsaldur
(P = 0,15) reyndust ekki vera marktækir.
Það er tvennt sem getur haft áhrif á þessar niðurstöður og dregur mögulega úr
tengslum frumbreytnanna við fylgibreytuna í þessari rannsókn. I fyrsta lagi er mikil-
vægt að benda á að aðeins eru skoðuð tengslin hjá þeim sem hafa þegar verið valdir
inn í leikskólakennaranám. Dreifisvið breytnanna í aðhvarfsjöfnunni er því skert
(restriction of range). Skert dreifisvið dregur úr líkunum á því að tengsl mælist á milli
breytna með því að nota fylgni og aðhvarfsgreiningu. Ekki er þar með sagt að slík
tengsl fyndust ekki ef allir sem sótt hefðu um leikskólakennaranám í KHÍ hefðu feng-
ið að spreyta sig á fyrsta árinu. Auk þess er alltaf einhver mælingarvilla í einkunnum
nemenda og hefur hún áhrif til lækkunar á fylgnistuðulinn. Þetta eru algeng vanda-
mál í rannsóknum þar sem forspárgildi t.d. inntökuprófa og annarra þátta sem not-
aðir eru við inntöku nemenda eru kannaðir (sjá t.d. Kunce, Hezlett og Ones, 2001).
í öðru lagi eru spábreyturnar einingum lokið til stúdentsprófs, aldur og starfsald-
ur ekki óháðar heldur tengjast þær innbyrðis (sjá töflu 2). Þannig að mögulegt er að
þessar þrjár breytur skýri sama hlutann af dreifingu einkunna. Með öðrum orðum
gæti hér verið um samtvinnun spábreytna að ræða (multicollinearity). Huga þarf að
samtvinnun breytna því að hún hefur fyrst og fremst áhrif á túlkun aðhvarfs-
stuðlanna og samanburð á þeim. Niðurstöður greiningar á samtvinnun sýndu að hún
er ekki það mikil að hún hafi veruleg áhrif á aðhvarfsstuðlana (tolerance stuðull er á
bilinu 0,5-0,57 fyrir frumbreyturnar og VIF er alltaf lægri en 2). En samt er mögulegt
að breyturnar starfsaldur og aldur skýri að hluta til sömu dreifinguna og því gætu
sértæk áhrif þeirra ekki komið fram í líkani sem inniheldur þær báðar saman. Vegna
ofangreindra aðferðafræðilegra vandamála er mjög líklegt að aðhvarfsgreiningin
93