Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Blaðsíða 88
FÁTT ER REYNSLUNNI FRÓÐARA
mið í huga og velji námið vegna áhuga síns á starfinu. Því má búast við að starfs-
reynsla í leikskóla skili sér í betri árangri í leikskólakennaranámi.
AÐFERÐ
Þátttakendur
Allir þeir nemendur sem hófu nám í leikskólakennaranámi KHÍ árin 1998 til 2000
voru valdir til þátttöku í rannsókninni. Þegar rannsóknin fór fram lágu fyrir upplýs-
ingar um námsgengi þessara þriggja árganga fyrsta skólaárið. Þátttakendur voru 198,
af þeim hóf 71 nám árið 1998, 63 árið 1999 og 55 árið 2000. Auk þess reyndust níu
nemendur hafa hafið nám árið 1997 en höfðu færst á milli ára og teljast því til 98 ár-
gangsins. Allir þeir nemendur sem hófu nám þessi þrjú ár voru konur. Meðalaldur
þátttakenda var 27,7 ár (sf = 6,3 ár). Nemendum var skipt í tvo aldursflokka í sam-
ræmi við umræðu um eldri og yngri nema hér að framan og voru 73 (37,2%) þeirra
yngri en 25 ára en 123 (62,8%) þeirra 25 ára og eldri. Upplýsingar vantaði um aldur
tveggja þátttakenda. Meirihluti þátttakenda eða 127 (65,1%) höfðu lokið stúdents-
prófi en 68 (34,9%) höfðu ekki lokið framhaldsskóla við upphaf náms í KHÍ. Upplýs-
ingar vantaði um fyrri menntun þriggja nemenda. Meðalstarfsaldur þátttakenda í
leikskólum var 2,18 ár (sf = 3 ár). Nemendum var skipt í þrjá starfsaldursflokka, 57
þeirra (28,8%) höfðu enga reynslu af störfum í leikskólum, 83 (42,1%) höfðu allt að
tveggja ára reynslu og 57 (28,9%) höfðu meira en tveggja ára starfsreynslu að baki.
Upplýsingar vantaði um starfsaldur eins þátttakenda.
Framkvæmd rannsóknar
í rannsókninni voru einungis notaðar upplýsingar um bakgrunn nemenda sem aflað
er við skráningu í skólann. Við inntöku nemenda í leikskólakennaranám fást upplýs-
ingar um menntun, starfsreynslu í leikskólum og aldur meðal annars. Við mat á fyrri
menntun nemenda eru notaðar upplýsingar um prófgráðu og hversu mörgum ein-
ingum hefur vérið lokið til stúdentsprófs hjá þeim sem ekki hafa lokið framhalds-
skóla. Starfsreynsla vísar til þess hve mörg ár umsækjendur hafa starfað í leikskóla.
Til að meta gengi nemenda við námsbrautina voru tveir mælikvarðar notaðir, ein-
kunnir og skráningarstaða. Einkunnir nemenda í fyrsta árs námskeiðum voru skoð-
aðar. Til að fá heildarmat á námsgengi þeirra var vegin meðaleinkunn reiknuð hjá öll-
um sem höfðu verið í a.m.k. 75% námi á fyrsta ári. Einungis voru tekin með í meðal-
einkunnina námskeið þar sem gefin var einkunn á kvarðanum 0-10. í Ijósi umræðu
um styrkleika og veikleika yngri og eldri nema á ólíkum sviðum var einnig skoðað
gengi nemenda í sjö námskeiðum sem kennd voru flest árin, en vegna breytinga á
námskrá voru ekki sömu námskeið kennd á fyrsta ári öll þrjú árin (sjá Kennsluskrá
KHÍ 1998,1999 og 2000). Skráningarstaða var notuð til að kanna brotthvarf nemenda
úr námi. Skráningarstaða vísar til þess hvort nemendur eru enn í námi eftir fyrsta
árið, hafa fallið, sagt sig úr námi eða frestað.
86