Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Blaðsíða 150
FAGMENNSKA GRUNNSKÓLAKENNARA Á NORÐURLANDI EYSTRA
um þess hvað hún þýðir fyrir kennara sem einstaklinga, heldur miklu fremur sökum
gæða og eðlis kennslu í skólum og möguleika þjóðfélaga til að takast á við áhrif örra
tæknibreytinga upplýsingasamfélagsins á efnahagskerfi þeirra.
í skólastarfi sem taka á mið af þróun samfélagsins þar sem þekkingu fleygir fram
er óhjákvæmilegt að mismunandi einkenni þróist á starfi lykilmanna skólanna,
kennaranna. Tilgangur og markmið þeirrar rannsóknar sem hér er greint frá, var að
afla þekkingar á starfi og starfsviðhorfi grunnskólakennara á Norðurlandi eystra í
ljósi fræðilegrar umræðu um fagmennsku og á hvað leggja beri áherslu í menntun
þeirra og þróun skólastarfs. Meginspurningin sem leitað var svara við var hvað ein-
kenndi fagmennsku grunnskólakennara á Norðurlandi eystra.
FRÆÐILEG UMGJÖRÐ
I fræðilegri umræðu um fagmennsku og fagstéttir þar sem hugtökin „professional"
eða „profession" eru lögð til grundvallar, hefur verið litið til Iækna, lögfræðinga og
presta sem hinna dæmigerðu fagmanna og fagstétta, og kenningasmíðin að miklu
leyti reist á því sem einkennir störf þeirra. í daglegu íslensku máli hefur hugtakið fag-
maður víðari skírskotun en það gerir í fræðilegri umræðu. íslenska hugtakið fagmað-
ur getur vísað til hvaða starfsstéttar sem er, einkum þó iðnaðarmanna, sem vinna
verk sitt af vandvirkni og leikni án tillits til þess hvað það að öðru leyti felur í sér.
Hann þarf ekki að hafa mikla fræðilega þekkingu til að geta talist fagmaður, reynslu-
þekkingin ein dugar.
Hoyle (1992:5) segir að það að vera fagmaður (professional) sé að vera flinkur,
áreiðanlegur, starfsamur, tilfinningalega hlutlaus og jafnvel vægðarlaus. Meginatriði
í fræðilegri umræðu um fagmennsku er að fagstéttir ráði yfir mikilvægri þekkingu og
færni. Þekkingarinnar hefur fagmaðurinn aflað í háskóla eða með öðru langskóla-
námi og er hún spunnin saman úr þremur þáttum. I fyrsta lagi almennum vísinda-
kjarna sem starfið grundvallast á. I öðru lagi hagnýtum vísindum þangað sem mikið
af daglegum greiningarferlum og úrlausnir viðfangsefna eru sótt. Þriðji og síðasti
þáttur spunans eru færni- og viðhorfsbundnir þættir er varða raunverulega þjónustu
fagmannsins við skjólstæðinginn þar sem grunn- og hagnýtum vísindum sem að baki
liggja er beitt (Schön 1983:24). Fagmaðurinn er því talinn hæfur til að bregðast við á
þýðingarmiklu sviði við mjög flóknar aðstæður og hann hefur fræðilega þekkingu til
að fylgja raunhæft eftir þeirri ákvörðun sem tekin var (Schön 1983:23, Burke 1996:16).
Menntunin færir fagmanninum frelsi til að nota þekkingu sína og færni í þágu skjól-
stæðinga sinna. Með frelsi er átt við að starfsmaðurinn hafi leyfi til að taka ákvarðan-
ir, á grundvelli sérfræðiþekkingar sinnar og siðareglna, án ytri þrýstings frá t.d. skjól-
stæðingi, stofnun eða utanaðkomandi aðilum (Hoyle 1986:80).
Darling Hamond (1990:32) segir fagmenn skuldbundna til að gera hvað eina sem
best er fyrir skjólstæðinginn, ekki það sem er auðveldast eða hagkvæmast. Skjólstæð-
ingurinn er í fyrirrúmi í störfum þeirra, þar sem leitað er úrlausnar fyrir hann, en ekki
vinnuveitandann. Schön (1983:292) segir að í hefðbundnum samskiptum fagmanns
148
J