Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Blaðsíða 67
HANNA RAGNARSDÓTTIR
Einn af leikskólastjórunum, á stað þar sem mikið er af erlendu verkafólki, nefndi
að það hafi verið mikil vinna hjá starfsfólki, en vel hafi tekist að aðlaga börnin. Þó
hefði aðlögunartími mátt vera meiri hjá starfsfólki til að geta undirbúið sig og hin
börnin betur. Þá mættu atvinnurekendur einnig útskýra betur fyrir foreldrum eða
vfeita upplýsingar um réttindi þeirra vegna veikinda barna. Markviss kennsla þyrfti
að vera bæði fyrir börnin, foreldra og starfsfólk leikskólans. Bæjarfélagið ætti að
koma meira inn í undirbúning um vinnureglur, túlk og gefa út bæklinga á þeim
tungumálum sem eru mest áberandi í sveitarfélaginu. Að lokum nefndi leikskóla-
stjórinn að þó að þær hafi verið með fimm börn frá Póllandi sé alltaf jafn erfitt að taka
inn ný börn af erlendum uppruna. Hún nefnir einnig að mikilvægt sé að huga að því
hvers vegna börnin og foreldarnir hafi komið til Islands og hve lengi börnin muni
dvelja á íslandi eða í bæjarfélaginu, þar sem farandverkafólk sé alltaf að flytja.
Varðandi flóttamenn nefndi einn leikskólastjóri leikskóla þar sem voru flóttabörn,
önnur börn af erlendum uppruna og börn sem eiga annað foreldri íslenskt, að verk-
efnastjóri ætti að undirbúa starfsfólk leikskóla undir komu flóttabarna, einnig þyrfti
að vera almenn kynning á högum viðkomandi barna, landinu sem þau koma frá, trú-
arbrögðum, þjóðfélagsháttum o.þ.h. Einnig þyrfti að veita viðkomandi betri upplýs-
ingar um leikskólann. Flóttafólk væri miklir þiggjendur og leitaði ekki eftir rétti sín-
um, t.d. hvað varðar mat o.þ.h. Mat leikskólakennaranna á þessum stað var að ekki
hafi verið nóg samvinna milli allra aðila um komu flóttabarna, þ.e. leikskóla, grunn-
skóla og sveitarfélags. Leikskólinn þyrfti að taka sér tak varðandi það að taka á móti
erlendum börnum. Ekki væru heldur til aðgengilegar upplýsingar um fræðsluefni til
stuðnings, þær þyrfti að sækja víða. Skýrslum og rannsóknum þyrfti að finna stað þar
sem þær væru aðgengilegar. Þá vantaði að mati sama leikskólastjóra eitthvað í lög
um leikskóla sem tryggir þessum börnum réttindi, t.d. hvað varðar íslenskukennslu
og einhvern leiðarvísi frá menntamálaráðuneyti um þessi mál.
Leikskólastjóri í litlum leikskóla á landsbyggðinni þar sem mikið er um farand-
verkafólk og níu börn af erlendum uppruna, þar af fimm sem eiga annað foreldri ís-
lenskt, talar um að börnin nái tökum á daglegu máli (íslensku), en hafi ekki djúpan
skilning. Þau þurfi lengri aðlögun en önnur börn. Foreldrarnir hafi unnið mikið og
átt lítil samskipti við starfsfólk leikskólans. Telur hún að fólkið hafi verið hrætt við
útlendingahatur og notað það sem afsökun fyrir því að eiga ekki samskipti við ís-
lendinga. Hún segir að mest vinna fari fram í leikskólum hvað varðar erlendu börn-
in, og oft hjá leikskólastjórunum fyrst og fremst. Samvinna milli leikskóla í nærliggj-
andi þorpum sé þó mjög mikilvæg. Smæðin sé öðruvísi vandamál og því samvinna
mikilvæg. Varðandi erlent verkafólk segir hún að það birtist skyndilega og vilji fá
leikskólapláss fyrir börnin strax. Til þess þurfi þó landvistarleyfi og kennitölu og sé
það stundum túlkað sem útlendingahatur. Hún telur að markvisst starf við móttöku
og aðlögun erlendra barna sé nokkuð háð peningum. Hún telur það einnig vandamál
að erlendu fjölskyldurnar sæki ekki námskeið í íslensku eða leiti annars konar að-
stoðar við að læra málið. Þær haldi hópinn með sínum samlöndum. E.t.v. væri hægt
að hjálpa þeim, en áhugi virðist ekki vera fyrir hendi hjá þeim. Hún nefndi að
kannski þyrfti að setja það sem skilyrði að þetta fólk lærði íslensku. Sagði hún áber-
65