Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Blaðsíða 169
TRAUSTI ÞORSTEINSSON
að hvatning foreldra, virkni, áhugi og þátttaka heima og í skóla hafi áhrif á árangur
nemenda.
í rannsókn Áslaugar Brynjólfsdóttur (1998: 124-132) á því hvort foreldrar teldu sig
hafa þau áhrif sem þeir vildu á skólastarf segir að foreldrar leggi áherslu á að sam-
starf við skólann sé gott og að foreldrar fái ýmiss konar fræðslu, sérstaklega við upp-
haf skólagöngunnar og þegar börn hefja nám á unglingastiginu. Til að draga úr
hindrunum á samstarfi er lagt til að kennurum sé ætlaður meiri tími til samstarfs, að
vinnumarkaðurinn geri foreldrum kleift að sinna foreldrasamstarfi að vissu marki á
vinnutíma og að kennaramenntun sé efld á sviði samskipta við foreldra. Samkvæmt
niðurstöðum Áslaugar virðast foreldrar ekki fráhverfir því að líta á kennara sem sér-
fræðinga. Þeir vilja hins vegar að þeim gefist tækifæri til virkrar þátttöku í skólastarfi
barnsins síns þar sem kennarar eru leiðandi í samstarfinu.
Þrátt fyrir vilja foreldra virðast kennarar ekki enn reiðubúnir til að veita foreldrum
virka aðild að skólastarfinu. Þessi niðurstaða rannsóknarinnar virðist vera í samræmi
við athuganir Hargreaves og Fullan (2000:51-52). Þeir álíta að áhersla á virkt samstarf
við foreldra komi síðar til í þróun samvirkrar fagmennsku. Eins og áður er sagt
greina þeir þróun hennar á tvö tímabil, „tímabil samstarfs fagmennsku" og „tímabil
fjórðu fagmennskunnar" eða „póstmóderníska tímabilið". Þeir telja að um miðjan ní-
unda áratuginn hafi viðhorf kennara þróast til samvirkni innan skóla, þ.e. að kennar-
ar þróuðu samstarf við starfsfélaga sína í skólanum, en samstarfs við aðila utan skóla,
þ.e. við foreldra og nemendur, taki ekki að gæta að marki fyrr en við árþúsundaskipt-
in. Af niðurstöðum rannsóknarinnar að dæma er þróun þess sniðs, hins póst-
móderníska tímabils, ekki hafin meðal grunnskólakennara á Norðurlandi eystra.
Um langan tíma miðaðist skólastarf við að kennarar störfuðu einangraðir í
kennslustofunni þar sem þeir höfðu nánast ótakmörkuð yfirráð yfir nemendahópi
sínum. Peter Ribbins (1990:93) álítur það óraunsætt að snið sjálfstæðrar fagmennsku
gangi upp í nútíma skólastarfi. Hann telur að hætt sé við að slíkt leiði til ósjálfstæðr-
ar fagmennsku þar sem stjórnvöld eða samfélagið taki fagleg yfirráð af kennurum.
Hann telur þróun fagmennsku kennara í átt til samvirkrar fagmennsku mikilvæga
kennurum. Þeir eigi nemendum, foreldrum, samfélaginu og sjálfum sér það að
gjalda.
Af niðurstöðum rannsóknarinnar má ráða að þróun eigi sér stað í skólum á Norð-
urlandi eystra. Þróunin virðist frá hinni sjálfstæðu fagmennsku til hinnar samvirku,
en einkenni ósjálfstæðrar fagmennsku eru í miklum minnihluta meðal kennara.
Kennarar virðast þó ekki enn hafa skýra starfskenningu gagnvart fagsniðunum
tveimur og þeir eru ekki á einu máli um hversu langt skuli gengið í átt til samvirkn-
innar. Breytingar á starfi kennara í átt til aukinnar samvirkni í starfi varða grundvall-
arþætti fagmennskunnar þ.e. hvernig fagmaðurinn upplifir völd sín og sjálfstæði. Að
einhverju leyti finnst hinum sjálfstæða fagmanni að hinni nýju fagmennsku sé stefnt
gegn frelsi þeirra og yfirráðum sem hann er ekki tilbúinn að gefa eftir átakalaust. Hin
nýja fagmennska grundvallast á samstarfi kennara, nemenda og foreldra að því
markmiði sem sammæli hefur orðið um. Kennarinn hafnar húsbóndavaldi sínu en
leggur þess í stað áherslu á leiðtogahlutverk sitt innan liðsheildarinnar.
Til að hraða þróun kennarastarfsins til aukinnar samvirkni þarf að beina kastljós-
167