Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Blaðsíða 219
RAGNHILDUR BJARNADÓTTIR
A (fótbolti/frjálsar): Já, sem maður þarf að gera eitthvað fyrir, ef maður
klúðrar einhverju þú veist, í liðinu, þá er maður að klúðra fyrir öllum
en ef maður klúðrar einhverju í frjálsum þá ... þá bara fyrir sjálfan sig.
Hann hefur greinilega þurft að ígrunda og leggja mat á kosti og galla áhugamálanna.
Dæmi um ígrundun koma líka fram hjá þeim sem eru tölvugrúskarar eða uppteknir
af vísindaskáldsögum. Heimsmyndin getur verið flókin:
J (tölvur/vísindaskáldsögur): í bókinni er sagt að trú er ein öflugasta
orka sem til er þarna eru guðir eins og sá sem þeir trúa mest á, hann er
öflugastur en síðan er einn sem ein manneskja trúir á, hann er til en
hann er mjög aumur. Þú veist einhver gæti til dæmis hugsað sér jæja, ég
ætla að trúa á hundaguðinn og þá myndi hundaguðinn verða til. Hann
verður til við trúna.
Þetta svar er eitt af mörgum sem lýsir áhuga unglinganna á að skapa eigin veruleika,
eða ef til vill frekar að leika sér með veruleikann. Mörg dæmi eru um að þeir íhugi að
skipta um áhugamál eða flytja sig milli hópa. Drengur sem stundar fótbolta segir að
þjálfarinn hafi verið „leiðinlegur" og kröfurnar orðnar allt of miklar. Hann hafi því
flutt sig yfir í annað félag þar sem kröfurnar til hans voru ekki eins miklar.
K (fótbolti): ... ég veit núna að mig langar ekkert til að vera svona fót-
boltastjarna, aðalatriðið er bara að hafa gaman af þessu ... nokkrir vinir
mínir skiptu líka um félag.
Öll svörin í þessum flokki eiga það sameiginlegt að þau lýsa ákveðnu innra rými til
boðskipta eða hugsana, og þess vegna svigrúmi til sjálfsákvarðana, sem virðist skipta
marga viðmælendur miklu máli.
Flokkun á svörum unglinganna í viðtölunum sýnir ekki aðeins mismunandi teg-
undir hæfni heldur einnig að hæfnin er afar fjölbreytt. Lýsingar á félagslegri hæfni,
þ.e. félagslegri færni og félagslegum skilningi, koma fram í nánast öllum viðtölunum.
Mörg svörin bera vott um innri vinnu eða átök sem í sumum tilvikum eru vitsmuna-
leg, en felast í öðrum tilvikum í sjálfspælingum. Hæfni unglinganna felst samkvæmt
þessum niðurstöðum í margvíslegri kunnáttu, færni og skilningi, sem þeir eru færir
um að nýta sér þegar þeir stunda áhugamálin og í þeim félagslegu samskiptum sem
þeim tengjast.
Hvaða þýðingu hefur hæfnin fyrir unglingana?
Þessi kafli skiptist í þrjá hluta. í fyrstu tveimur köflunum eru könnuð tengsl hæfninn-
ar við annars vegar mikilvægi áhugamálanna og hins vegar við sjálfsmat. í þriðja
kaflanum er leitað svara við spurningunni um hvernig hæfnin - í samspili við félags-
legar aðstæður - hefur áhrif á lífsrými einstaklinganna.
217