Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Blaðsíða 104
SAMSKIPTI, KENNSLUHÆTTIR OG VIÐMÓT
Sameinuðu þjóðanna, 1994) sem íslendingar eru aðilar að, enda hafa kennarar tekist
á við þá ábyrgð að kenna öllum nemendum í bekkjum sínum, óháð getu þeirra til
náms. Ástæða getur verið til að velta fyrir sér hæfni kennara til að kenna börnum
með ólíkar námsþarfir í einum og sama bekk, á hvern hátt þeir skipuleggi kennslu
fyrir börn á ólíku getustigi og hvernig samskiptum þeirra við nemendur, foreldra og
aðra kennara er háttað. Jafnframt er forvitnilegt að íhuga hvaða aðstæður í skóla
stuðli að námi fremur en aðrar.
Markmið rannsóknarinnar sem gerð verða skil í þessari grein var tvíþætt. í fyrsta
lagi að kanna einkenni og stöðu fámennra skóla; hvernig þar tekst að koma til móts
við nemendur með sérþarfir, hvernig samskiptum kennara og nemenda er háttað,
hvernig samvinna er meðal kennara og hvernig þeir nýta þekkingu foreldra á börn-
um sínum. Jafnframt þótti áhugavert að leita upplýsinga um kennsluhætti í aldurs-
blönduðum bekkjum og skipulag skólanámskrár. í annan stað var stefnt að því að
auka skilning á samskiptum kennara og nemenda, viðmóti kennara gagnvart nem-
endum, skilningi þeirra á þörfum nemenda og hvernig og hversu vel kennarar gera
sér grein fyrir eigin viðmóti, bæði með og án orða.
í þessari grein verður í upphafi fjallað stuttlega um sérstöðu fámennra skóla. Þá
verður gerð grein fyrir rannsóknum á samskiptum kennara og nemenda í skólastof-
unni og þeirri fyrirmynd sem kennarar sýna með viðmóti sínu. Skýrt verður frá að-
ferðum rannsóknarinnar og nokkrum helstu niðurstöðum, en meginniðurstöður
rannsóknarinnar sýndu að svo virðist sem ákveðnir eiginleikar í fari kennara gefi vís-
bendingar um hæfni þeirra í starfi. í lok greinarinnar verða þessar niðurstöður rædd-
ar í ljósi nýrrar vitneskju.
FÁMENNIR SKÓLAR
Því hefur löngum verið haldið fram að það sé nemendum til hagsbóta að í hverjum
bekk séu fáir nemendur og að í fámennum skólum sé tiltölulega auðvelt að koma til
móts við náms- og félagsþarfir allra sem þar stunda nám. Finna má fjölda rannsókna
sem sýna að í fámennum skólum skapast sérstakt tækifæri til að mæta þörfum allra
nemenda (sjá t.d. Bell og Sigsworth, 1987; Galton og Patrick, 1990; Waugh, 1991). Eitt
megineinkenni fámennra skóla felst í því að nemendum á ólíkum aldri er kennt sam-
an í bekkjardeild. Þótt komið hafi í ljós að kennurum finnist bekkjarstjórnun erfiðari
í aldursblönduðum bekkjum (Reid, Clunies-Ross, Goacher og Vile, 1982 ; Veenman,
Voeten og Lem, 1987) hafa aðrir fræðimenn sýnt fram á að í fámennum skólum veit-
ist kennurum hægara að stofna til félagslegra tengsla við nemendur og að þar eru
tækifæri til að virkja hvern einstakan nemanda meira en í stærri skólum (Hayes og
Livingstone, 1986).
Fyrir rúmum áratug luku Margrét Harðardóttir og Sigþór Magnússon (1990) einni
af þeim fáu rannsóknum sem gerðar hafa verið á fámennum skólum hér á landi. Þótt
í niðurstöðum Margrétar og Sigþórs megi finna dæmi um gott skipulag kennslu í
slíkum skólum er niðurstaða þeirra að of margir kennarar í fámennum skólum nýta
ekki kosti og möguleika skólagerðarinnar.
102