Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 75
HANNA RAGNARSDÓTTIR
minni kom skýrt fram að ekki síst á minni stöðum eru einstaklingarnir hreyfiafl sem
mótar starfið í byggðarlögunum og í leikskólunum. Á Vestfjörðum og Austfjörðum
hefur fjölbreytileikinn þannig orðið nokkurs konar hreyfiafl og tilefni svonefndra
þjóðahátíða (Fjölmenningarsetur, 2002). í sjávarþorpum liefur fólk gjarnan sameinast
í- þeirri atvinnugrein sem er samofin menningu þorpanna. Tímabundinn skortur á
vinnuafli í fiskiðnaði hefur gert sjávarþorpum erfitt um vik og hefur erlent vinnuafl
því víða verið vel þegið. Þar sem það færir einnig fjölbreytileika í mannlífið á staðn-
um er margt unnið í einu: Jafnvægi næst í atvinnuvegum og mannlífið auðgast. Mik-
ilvægt er að fjölbreytileikinn sé litinn jákvæðum augum og að hann öðlist sess í stað-
armenningunni. Dæmi um slík viðhorf koma fram þegar auglýst er eftir sveitarfélagi
sem vill taka á móti hópi flóttamanna. Þau sveitarfélög sem þess óska, eru þá vænt-
anlega í senn að lýsa þörf á að fá til sín fólk og um leið að bjóða það velkomið.
Eins og getið hefur verið hér á undan, er það mat flestra leikskólastjóra á lands-
byggðinni að mikilvægt sé að yfirvöld sveitarfélags eða bæjar taki þátt í undirbún-
ingsvinnu að komu erlendra barna í leikskólana. Þá er talin mikil þörf fyrir samvinnu
sveitarfélags og stofnana þess, grunnskóla og leikskóla um móttöku barnanna og
vinnu í þeirra málum. Atvinnurekendur geta líka lagt fram sinn skerf til að auðvelda
aðlögun barnanna, t.d. með því að veita foreldrum tímabundið leyfi úr vinnu og sýna
dæmi um slíka aðstoð í ofangreindri rannsókn jákvæðar niðurstöður. Allt miðar þetta
að því að skapa erlendum börnum traustan grunn. Tímabundin aðstoð getur skilað
margföldum árangri í velferð barnanna og um leið velferð samfélagsins í heild.
Starf sem snýr að flóttamönnum og þáttur leikskólans í því sker sig nokkuð úr í
rannsókninni. Virðist þar vera hugað að flestum, ef ekki öllum þörfum barnsins og
mikil áhersla lögð á að fólk verði á einu ári fært um að bjarga sér sjálft í íslensku sam-
félagi. Því er um að ræða tímabundna, margvíslega hjálp til sjálfshjálpar, sem smám
saman er dregið úr. Mætti í starfi með öðrum erlendum börnum taka mið af því starfi
sem unnið er með flóttamönnunum. Þar miðar allt skipulag að því að gera flótta-
menn sjálfbjarga í samfélaginu sem fyrst og styrkja sjálfsmynd þeirra með ýmsum
hætti. I flestum tilvikum hefur þetta starf gengið vel.
Dreitö ábyrgð: Stjórnvöld - foreldrar - starfsfólk leikskóla
Þegar nýir íbúar eiga í hlut snýst umræðan gjarnan um það hvar ábyrgðin liggur
varðandi það að laga sig að samfélaginu og læra tungumálið og að hve miklu leyti
þeir eiga að viðhalda eigin tungumáli og menningu. Eins og áður er getið eru réttindi
barna skv. Barnasáttmálanum skýr hvað þetta varðar. Ljóst er að innflytjendur hljóta
að þurfa að laga sig að samfélaginu á þann hátt að þeim séu Ijós réttindi sín og skyld-
ur sem samfélagsþegnar, að þeir læri tungumálið að vissu marki og að þeim sé kunn-
ugt um helstu stofnanir samfélagsins, lög þess og stjórnarfar. í nágrannalöndum okk-
ar hefur undanfarin ár í flestum tilvikum verið fylgt þeirri leið til aðlögunar sem
nefnd hefur verið samþætting og felur í sér að þjóðemisminnihlutar leitast við að til-
einka sér ráðandi menningu en leggja um leið áherslu á að viðhalda eigin menningu
og tungu. Einstaklingarnir þurfa þá að öðlast færni tveggja menningarheima og upp-
fylla þær kröfur sem tveir menningarheimar setja um hæfni í boðskiptum og á vits-
73