Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 12
6
Þorgils gjallandi.
IÐUNN
og almenningsálitið telur það óhæfu og hneyksli, jafnvel
þótt hvíslað sé um bresti prestsins. Er það kannske ekki
heilög skylda konunnar að fyrirgefa manni sínum svo-
leiðis lítilræði, og þótt meira hefði verið. Hinsvegar get-
ur almannarómurinn ekki nógsamlega fordæmt daðrið
milli frúarinnar og Þórarins, uppgjafaklerksins. Það er
alt í hæsta lagi siðlaust og óskammfeilið, eins og von var
af slíkum og þvílíkum kennimönnum, sem kastað hafa
trú feðra sinna og sökt sér ofan í nýmóðins guðleysi og
vantrúarspillingu. Þau Sigríður og Þórarinn vinna að vísu
sigur á séra Guðna af því, að vinnukonan hafði borið
honum barn, sem ekki mátti um kvisast, að viðlögðum
hempumissi; en sigurinn verður þeim ærið dýrkeyptur.
Séra Guðni stendur fyrir almenningi eins og hvítur guðs
engill, sem af einskærri náð og manngæzku hefir eigi að-
eins leyst frú Sigríði af hjónabandseiði sínum, heldur
einnig gefið henni eftir barn þeirra, sem guð náði, að
eiga nú að alast upp undir handarjaðri þeirra hjónaleys-
anna. Og þannig atvikast það, að þau Þórarinn og Sigríð-
ur eru dauðþreytt að leiðarlokum, og þegar hún berst við
dauðann í hættulegri lungnabólgu, réttir umtalið enn
gráa Ioppuna inn í sjúkraherbergið og leggur hana til
bana. — A sama hátt hafði umtalið orðið frú Kallem að
bana í ,,Á guðs vegum“ eftir Björnson.
III.
Hið eftirtektarverða við þessa litlu bók var þó hvorki
kenningin, sem heyrst hafði áður, né list höfundarins,
sem enn bar glögg merki viðvaningsins, heldur höfundur-
inn sjálfur og tildrögin að ritstörfum hans, enda kom sú
undrun fram í ritdómum manna um bókina.*)
*) Norðurljós 24. júlí 1892 (M. Joch.), Fjallkonan 23. ág.