Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 181
Bækur.
Björn K. Þórólfsson: Rímur fyrir 160 0.
Safn Præðafélagsins um Island og íslendinga,
IX. Kaupm.höfn, prentað hjá S. L. Möller, 1934.
Hér er komið nýtt rit, og hefir höfundurinn notað það sem
doktorsritgerð við Háskóla íslands. Er skemst af því að segja,
að bókin er bæði Háskólanum og doktornum til mikils sóma,
því það er eigi aðeins undirstöðurit um merkan þátt í ís-
lenzkum bókmentum heldur einnig athyglisvert fyrir al-
menna bókmentasögu, og mun kærkomið þeim, sem sinna
riddara- og lygisögum vorum.
Það er merkilegt og sýnir vel mátt íslenzku sagnaritunar-
innar, að hinir fyrstu þýðendur suðrænna rómantískra ridd-
arakvæða skyldu ekki snúa þeim í söguljóð eins og fyrir iá,
heldur velja hið lausa mál sagnaritunarinnar. Þetta er 1
sjálfu sér einhver hin skýrasta sönnun þess, að islenzka
sagnaritunin er ekki runnin frá rómantísku sögunum. Það
er ekki fyr en í Flateyjarbók (um 1390), að nýtt sagna-
Ijóðaform kemur til sögunnar með Ólafsrímu; nýtt íslenzkt
form, skapað til að vinna sama verk og útlenda söguljóða-
formið, en þó algerlega sjálfstætt og ólíkt því á margan
hátt, t. d. var margt af hinum útlendu söguljóðum ekki í
vísnaformi.
En það er markmið bókarinnar að greiða úr hinum óljósa
uppruna rímnanna, lýsa þeim og sögu þeii'ra frá upphafi til
aldamótanna 1600.
Höfundur byrjar með greinargerð um rímnahandrit, er
geyma rímur frá þessum tíma. Eru þau flest í Árnasafni, en
sum i Sviþjóð og eitt í Þýzkalandi (Wolfenbiittel). Siðan
ræðst hann á uppruna þeirra. Um hann hefir ýmsum getum
verið leitt, og ekki kemur höfundur með neina nýja kenn-
ingu um efnið, heldur styrkir þá af hinum eldri, sem honum
þykir líklegust. Rímurnar eru, að ætlun hans, ættaðar öðr-
um þræði frá hinum fornu dróttkvæðum, en á hinn bóginn