Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 183
IÐUNN
Bækur.
177
þeir hafa eitthvað gott að segja um hetju sína og eitthvað ilt
um þrjótinn, þeim er sama hvað það er, því þeir lýsa ekki
einstaklingnum, heldur bara týpum, og það alt af sömu týp-
unum upp aftur og aftur.
Nú víkur höfundur sögunni að efni rímna, fyrst í yfirliti
með sérstökum kafla um mansöngva, og að lokum eru allir
rímnaflokkar ræddir sérstaklega í tímaröð og þar sagt alt,
sem verður vitað um höfunda þeirra og uppruna, handritin
flokkuð og borin saman við söguhandrit, sem til kunna að
vera, aftur ó móti er lítið að því gei't að rekja sögu ein-
stakra atriða (mótíva), né heldur uppruna sagnanna utan
þessara takmarka.
Ekki verður hér farið út í þessar sérstöku rímnasögur, en
í þeim liggur að sjálfsögðu grundvöllur ritgerðarinnar. Þess
má geta, að þótt höfundur hafi nálega engu við að bæta
rímna-forða þann, sem kunnur var Jóni Þorkelssyni, er hann
skrifaði Om digtningen pá Island i det 15. og 16. Árhundrede,
þá lítur hann í mörgum atriðum öðrum augum á einstakar
rímur. Til dæmis má nefna Skíðarímu, sem J. Þork. hugði
síðast (Kvæðasafn Bókmfél. 1922—23), að ort hefði Svartur
á Hofstöðum, skáld Ólafar ríku. Höfundur hafnar þessari
tilgátu og snýr aftur til hinna elztu ummæla, sem gera Einar
fóstra að höfundi hennar. Annars bendir höf. réttilega á út-
lendar (þýzkar) fyrinnyndir að glettum Skíðarímu.
Efni rímna er annars alment bezt lýst með því að sýna, út
af hvers konar sögum þær eru ortar, enda flokkar höfundur
þær svo, en eg dreg hér niðurstöðurnar saman í stutta skrá:
íslendingasögur ................................ 4 rímnafl.
Noregskonungasögur ............................ 10 •—
Foraldarsögur og Eddukvæði..................... 23 —
Riddarasögur (með Karlamagn,- og Þiðreks-sögu) 24 —
Æfintýri og þjóðsögur.......................... 12 •—
Önnur efni (Skíðaríma o. fl.) .................. 5 —
Betur verður því ekki lýst, hver var áhugi rímnasltáld-
anna. Fornaldar- og Riddara-sögur voru uppáhald þeirra, enda
er í fyrstu tveim flokkunum ekki nema fjórar sögur, sem
með nokkrum rétti mætti kalla sögulega sannar. Lygisögur,
Iöunn XIX
12