Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 145
IÐUNN
Á leið suður.
139
Farðu nú á bak honum Jarp gamla, okkur veitir ekki af
að halda á stað heimleiðis.
— Ef þú snertir á mér, þá mun guðshönd refsa þér
að eilífu og láta sál þína brenna í glóandi Víti, æpti
hún enn æstari. Lofið mér í nafni Jesú Krists að halda
áfram. Eg er á leið suður til hennar Lóu minnar. Þið
vitið, að börnin hennar hafa ekkert á fæturna . . .
— Hættu þessu þvaðri, kerlingartrunta, sagði karl-
inn bálvondur, því að nú var þolinmæði hans á þrotum,
rauk á gamalmennið og tók það í fang sér með þjösna-
legum handatiltektum. Hún brauzt um og reyndi bæði
að bíta hann og slá, sem hvorttveggja misheppnaðist.
Hann bar hana til hestanna og slengdi henni á Jarp
gamla, sem var illgengur og hastur.
— Jesús minn í Himnaríki, var það síðasta sem hún
sagði, eg, sem var á leið suður.
Svo var eins og allur máttur líkama hennar rynm sam-
an við þessi dimmu og fljótandi síðsumarský, sem um-
luktu bæði hug og heim. Hún sat eins og líflaust b’-úg-
^ld á baki klársins og gat ekki einu sinni grátið sér til
fróunar.
Síðan tók Guðmundur í tauminn á Jarp, snaraðist á
Dak Skjóna sínum, og þeir riðu af stað með Jarp og
gömlu konuna á milli sín. Hún ríghélt sér í íaxið, því
bað var það ema, sem hún hafði rænu á, úr því sem
komið var.
Og þarna lá pokatausinn hennar eftir í leirkeldunni,
einn og yfirgefinn. Það var tæplega hægt að sjá í hann
fyrir for.
Og gamla konan hélt nú beint í norður undir stjórn
húsbónda síns, — hún, sem var á leið suður. —
Ölafur Jóh. Sigurðsson.