Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 182
176
Bækur.
IÐUNN
írá dönsum. Dróttkvæðin voru að vísu flest ort um konunga
og höfðingja í launaskyni, en á 12. öld tóku menn að yrkja
söguljóð um forna konunga og atburði (t. d. Jómsvíkinga-
drápa), m. ö. o. sama efni og rímur voru síðar um kveðnar.
Um dansa er lítið vitað með vissu annað en það, að þeir
voru til, og er á þá minst sums staðar í Sturlungu, en þeir
hafa annars verið settir í samband við íslenzk fornkvæði
(folkeviser), og með því að sum af þeim eru söguljóð, er
líklegt, að þar sé milliliðurinn milli dansa og rímna. Dans-
arnir voru ortir, sumir hverjir a. m. lc., í ferskeyttum vís-
um, en án höfuðstafa og stuðla. Hér tóku rímurnar fer-
skeytluna í arf, en juku höfuðstöfum og stuðlum eftir dæmi
dróttkvæða, auk skálda-málsins, kenninga og heita, sem einn-
ig voru þaðan tekin. Aðalgallinn á þessari skýringu er sá,
að svo litið er vitað með vissu um dansana, en að rímurnar
eigi í raun og veru ætt sína að rekja þangað styrkist af því,
að elztu rímur eru stundum kallaðar dansar.
Höfundur hyggur, að aðalhættir rímna — fyrst og fremst
ferskeytlan, en auk þess tveggja og þriggja línu vísur (brag-
hending og afhending) — muni allir eiga rót sína að rekja
til dansa og þar með til útlendra, einkum þýzkra bragar-
hátta, sem hann hyggur, að borist hafi yfir Noreg, kannske
beint frá Hansakaupmönnum í Bergen. Ekki tekst honum
þó að færa fullar sönnur á þetta né skýra hættina til hlítar.
En þróun háttanna er til sífelt margbreyttari forma innan
höfuðháttanna, með tilstyrk innrims og hendinga.
Eftir háttatalið snýr höfundur sér að slcáldamáli rímn-
anna og ræðir fyrst og fremst kenningar og heiti, arfinn frá
dróttkvæðunum. Er það mikið mál og margbrotið, en alt
stefnir þar, þótt hægt fari, í hnignunarátt; kenningarnar
slitna og mást eins og gömul mynt, svo að lolcum verður ekki
annað eftir en hugtakið, slitið og snjáð. Hin eina nýjung,
sem rímnaskáldin innleiða, er sprottin af sömu hnignunar-
stefnunni: höfundur kallar þetta nafnorðs aukning, t. d.
hljóða grein = hljóð. Er auðséð, að þetta eru nýmyndanir
eftir orðatiltækjum eins og heiftar eldur = heift.
Sama hnignunarstefnan verður uppi, ef athugaður er stíll
rímnanna að öðru leyti. Það er nóg af lýsingarorðum, sumum
miklum í munni, en meiningin er óljós, skáldunum er nóg, ef