Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 169
IÐUNN
OroiS er laust.
163
ar 14 arkir í litlu broti, myndalaus, og kostar 7 krónur.
Gjafverð eða hitt þó heldur!
Svo er það Pornritafélagið. Það er að láta prenta íslend-
ingasögurnar og önnur islenzk fornrit. Útgáfa þess er hin
prýðilegasta að frágangi — enda hvergi á hana minst nema
til lofs og dýrðar. Mér er sagt, að félagið njóti verulegs
stuðnings af ríkissjóði, og víðar að renna stoðir undir það.
V. bindi sagnanna (Laxdæla o. fl.) kom út á s.l. ári. Það er
26 arkir að stærð og kostar 9 krónur. Sama stærð mun ætl-
ast til að verði á þeim bindum, sem félagið kann að eiga
eftir að gefa út, og þá verðið að sjálfsögðu eins.
Betra væri að hafa formálana dálítið styttri og verðið
lægra.
Þegar S'igurður ICristjánsson gaf út íslendingasögurnar,
bauð hann hverja örk í þeim á 5 aura, og veit eg þó ekki,
hvort hann hefir fengið nokkurn styrk af opinberu fé til út-
gáfunnar. En þrátt fyrir hið lága verð og mjög sómasam-
legan frágang náðu sögurnar þó ekki í hans útgáfu þeirri
útbreiðslu, sem æskilegt verður að teljast, að þær hafi með
þjóðinni.
Hvað mun þá nú verða?
Þessi útgáfa fer ekki víða út um sveitirnar, eins og nú cr
komið efnahag bænda. Enda mun ekki til þess ætlast. Verð
þessarar útgáfu er bersýnilega miðað við kaupgetu efnuð-
ustu mannanna í stærstu kaupstöðum landsins. Bókahyllur
þeirra á hún að prýða. Og þangað er alþýðu manna til sjáv-
ar og sveita ssnnilega ætlað að sækja i 'bækurnar andlega
heilbrigði og manndóm. Það er kannske ekki nema gott eitt
um það að segja, að hún sæki andlegar og líkamlegar þarf-
ir sínar á sömu miðin.
Það er tæplega af áhuga fyrir því að auka þekkingu á
íslenzkum fornritum meðal alþýðunnar, sem þessu útgáfu-
fyrirtæki er hleypt af stokkunum. Öil sólarmerki benda til
þess, að í þetta mikla fyrirtæki sé ráðist til þess að veita
fáeinum atvinnulitlum mentamönnum i Reykjavík atvinnu
og rífleg ritlaun. — Lærðu mennirnir vita altaf, hvernig
þeir eiga að fara að því að bjarga sér.
En ilt er til þess að vita, að þessi ágætu og mjög svo al-
þýðlegu verk, sem lengst af hafa verið mest metin af ís-
11*