Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 141
TÐUNN
Á leið suður.
135
hvæsti hún blátt áfram og horfði nístandi augum á karl-
duluna. Eg er á leið suður til hennar Lóu minnar. Og ef
þú ætlar nokkuS að skipta þér af mér og mínu ferðalagi,
þá skaltu hafa verra af. Eg er ekki dauð í öllum æðum
enn þá.
AS svo mæltu stikaði hún áfram, miklu stórstígari en
áður, en Jónki starði höggdofa á eftir henni og klóraði
sér vandræðalega á kjálkanum, því satt að segja var
honum margt betur til lista lagt en hugrekki og karl-
menska.
— Hvaða kerlingarskrudda er þetta eiginlega? spurði
eg. Hún er alveg bandvitlaus.
— Ja, eg veit ekki hvað skal gera, muldraði karl-
inn í fullkomnu ráðaleysi. — Við verðum að gefa henni
auga, og ef hún ætlar að leggja á heiðina, þá verðum
við auðvitað að taka hana með valdi, þótt það sé alt
annað en gaman. — Satt að segja er mér illa við að eiga
nokkur skifti við brjálað fólk, en ekki dugar að láta
hana fyrirfara sér fyrir augunum á manm. •—
— Hefir hún verið svona alla tíð?
— 0 sussu nei. Þetta var bráðmyndarleg stúlka hérna
áður fyr, en hún ólst upp í fátækt og lenti á flækingi,
greyið. -— Svo giftist hún honum Einari í Króki, og það
var mesta hörmungar basl hjá þeim. Börnin hrundu nið-
ur, hvert á fætur öðru, aðeins tvö þeirra lifðu, bau
Lovísa og Ásgeir. sem hún mintist á áðan. — Tvívegis
drap miltisbrandurinn kýrnar hjá þeim, og út úr öllu
þessu varð Einar sinnisvéikur. Hann dó með voveiflegum
hætti: Skar sig á háls og fanst liggjandi í blóði sínu í
fjárhússkrónni einn morguninn. Þá varð hún sturluð,
garmurinn, heimilið leystist upp, og nú hefir hún verið
á hreppnum í tuttugu ár.