Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 78
72
Þýzku miðstéttirnar og- þjóðernisstefnan. IÐUNN
enbergs. Sérhver valdakrafa Þýzkalands tekur þannig á
sig grímu guðlegrar köllunar. Að setja sig upp á móti
Þýzkalandi eSa vilja meina því æcSsta tignarsess meðal
þjóðanna, það er sama og að rísa gegn vilja guðs. Auð-
vitað ætlast guð til, að hinir fögru og hraustu, gáfuðu
og dygðugu Aríar drottni yfir hinum, sem vangefnir eru
og veikir — alveg eins og hann hefir sett mennina til að
ráða yfir dýrunum. Hitler hefir sagt þetta hér um bil með
beinum orðum. Á einum stað í bók sinni hrópar hann af
spámannlegum móði: „Eilíf náttúran hefnir vægðarlaust
fyrir hvert brot á lögmálum hennar. Þannig er ég sann-
færður um að reka erindi hins almáttuga skapara. Með
því að berjast á móti Gyðingunum, berst ég fyrir mál-
efni drottins“.
Hin ariska goðsaga þarfnast Gyðingsins til að stilla
honum upp sem andstæðu Aríans. I raun og veru er það
hið eina sérkenni Aríans, neikvætt að vísu, að hann er
ekki Gyðingur. En Gyðingahatrið er vitanlega engu frum-
legra en goðsagan sjálf, og alls ekki fundið upp af Hitler
eða fylgjendum hans. Allt frá tímum svartadauðans hef-
ir Gyðingum verið kent um flest það ólán, sem vest-
rænar þjóðir hafa átt við að stríða. Þeir hafa verið eld-
ingavarinn, er veitir refsidómi þrumuskýjanna afrás.
Þegar óhöppin steðjuðu að, bitnaði reiðin og gremjan
á þeim. 011 þau rök, sem nazisminn hefir fram að færa
til réttlætingar sinni heilögu baráttu gegn Júðunum, eru
gömul. Þau má t. d. finna hjá Weininger, er sjálfur var
Gyðingur. Og í þessu sambandi getur verið lærdómsríkt
að tilfæra örfáar setningar úr hinni frægu bók hans, Ge-
schlecht und Charakter (Kynferði og skapgerð). Hann
segir: Hinir ósviknu, hreinu Aríar, sem eru fullvissir um
sitt óblandaða ætterni, eru aldrei Gyðingahatarar. Meira
að segja geta þeir með engu móti skilið þessa sjúku