Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 74
68
Þýzku miðstéttirnar og þjóðernisstefnan. IÐUNN
hefir dýrkað annarlega guði; það hefir verið þín ó-
gæfa. Alt hið snjalla og glæsilega í fari þínu — það
er af þér sjálfu. Hitt, sem leitt hefir yfir þig óhamingju,
spillingu, ósigur, fjárhagslegt hrun og siðferðilega
hnignun, er af framandi uppruna. — Við stritum eins
og skepnur fyrir hungurlaunum, sveitumst blóðinu til
þess að fylla skatthítina eða ráfum atvinnulausir um
torgin. Við látum slæga og samvizkulausa okur-júða
hlunnfara okkur, ameríska peningapúka arðsjúga okk-
ur, franska herglamrara troða á rétti okkar og heiðri. —
Eitthvað á þessa leið hljóðaði sá boðskapur, sem nú var
fluttur þýzku þjóðinni af firna ofurkappi. Var það svo
undarlegt, að hún legði hlustirnar við? Ollum hættir
okkur til að svipast um eftir einhverri skóþurku til að
klína á afglöpum okkar, og sem betur fer tekst okkur
oftast að finna hana.
Gyðingahatrið varð sá bjarghringur, sem þýzka þjóð-
in — eða mikill hluti hennar — greip til. Gyðingar
munu vera upphafsmenn að hugmyndinni um synda-
hafurinn. Nú fengu þeir að reyna hlutskifti hans á sín-
um eigin bökum. Nú var samansafnaðri gremju og óá-
nægju fólksins stefnt að þeim. Vitanlega ekki alveg að
tilefnislausu. Það er óvefengjanleg staðreynd, að í báð-
um þeim fyrirbærum þjóðlífsins, er einkum urðu skot-
spónn reiði og haturs hins uppæsta nazistalýðs: stór-
gróðamenskunm og stéttabaráttunni, áttu menn af Gyð-
ingaættum öflugan þátt, svo að meira bar á Gyðingun-
um en ætla mætti eftir hundraðstölu þeirra af þjóðinni.
Mönnum reiknast svo til, að Gyðingar í Þýzkalandi hafi
verið sem næst 1 % af íbúatölunni. En á því er naum-
ast vafi, að meira bar á þeim á ýmsum sviðum þjóð-
lífsins en þessi hundraðstala bendir til. Samkvæmt
skýrslum, sem að vísu eru nokkuð af handahófi og