Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 127
IÐUNN
Trúmálaumræðurnar.
121
og neita hinu yfirskilvitlega, væru bezt komnir þegjandi.
Ég er því miður ekki útvarpshlustandi, en ég heyrði af
heppni trúmálaumræðurnar fyrra kvöldið, þar sem ég
var staddur í næturstað vestur á Snæfellsnesi. Mér líkaði
bezt við ræðu séra Magnúsar Runólfssonar, ekki sízt af
því hann vitnaði í númer. Númer er alt af númer. Mér
þótti líka góður fyrri helmingurinn af ræðu séra Arna,
hann var að tukta einhvern til, en ég man því miður ekki
hvern, né fyrir hvað, vona aðeins fastlega, að sá, sem
hlut átti að máli, hafi látið skipast. En síðan fór ræðu-
maður að vitna. Hann fór að vitna um ást sína til Jesú,
ást, sem þó því miður hefir ekki komið fram á sýnileg-
an hátt, svo vitað sé. Hvað um það, séra Árni hefir orð-
ið fyrir dásamlegri reynslu af ást sinni til Jesú. Jesús
hefir gert þetta og þetta mikið fyrir séra Árna. Séra Árni
elskar Jesú þetta og þetta heitt o. s. frv. Fátt er eins öm-
urlegt og að hlusta á vitnandi fólk, eða fólk, sem talar
með miklum fjálgleik um einkamál sín yfirleitt; ef það
vissi, hve skoplegt og brjóstumkennanlegt það er í senn,
þá mundi það hætta því. Nú er það ágætt að elska Jesú,
enginn hefir neitt á móti því. En það er blygðunarlaust
og ósæmilegt að vera að þrengja vitneskjunni um ást
sína upp á óviðkomandi fólk, nema það sé þá gert í að-
dáunarverðu snildarverki, en enginn veit til, að neitt
hafi komið frá séra Árna, hvorki í vitnunarformi né öðru.
sem hafi nálgast það, að vera gert af snild. Blygðunar-
lausast af öllu er þó að stunda talið um þessa ást sína í
atvinnuskyni. Sæmilegir menn þegja yfir einkareynslu
sinni um ástir sínar, en eru ekki í tíma og ótíma með
hana á vörunum fyrir óviðkomandi fólki. En eins og
maður ráðleggur manni, sem segist vera mjög ástfang-
inn af konu, að fara og giftast henni, þannig er heldur
ekki hægt að gefa þessum áköfu ástmönnum Jesú nema