Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 67
TÐUNN Þýzku miðstéttirnar og þjóðernisstefnan.
61
heimsmenningarinnar á því sviði, verður aldrei ofmet-
inn. Lærdómsstofnanirnar, alt frá barnaskólunum upp
í háskólana, voru vissulega öðrum til fyrirmyndar á
marga lund. En í öllu þessu var einn örlagaríkur brest-
ur: Lærdómurinn þýzki hafði langt um of einangrað
sig frá lífinu sjálfu. Lærðu skólarnir veittu nemendum
sínum rækilega fornmentafræðslu, og á þeirri undir-
stöðu bygðu síðan háskólarnir. En þessi mentun miðaði
ekki fyrst og fremst að því, að búa mennina undir lífs-
baráttuna í nútíma samfélagi, heldur var henni, vitandi
eða óvitandi, öllu frekar stefnt að því að verða stéttar-
merki. Mentamennirnir báru lærdóms-skírteini sín á
sama hátt og aðallinn gamli merkisskildi sína og nafn-
bætur. Þeir gátu romsað upp úr sér latneskum spak-
mælum og heimspekilegum formúlum, en þeir vissu
nauðalítið um hið efnahagslega og félagslega líf, sem
lifað var í því þjóðfélagi, sem þeir voru meðlimir í.
Þýzki stúdentinn iðkaði vísindi sín af kappi, rækti sín
sérstöku áhugamál í tómstundum, háði sín einvígi og
talaði um Fransarablóð. Með þenna lærdóm, sem aldrei
knúði hann til átaka við úrlausnarefni síns tíma, gekk
hann svo rakleiðis upp í kennarastólinn og gerðist upp-
fræðari á borð við mentaskólarektorinn ættjarðarsinn-
aða, sem Remarque hefir lýst svo eftirminnilega í
stríðsbók sinni, stóð trúlega vörð um stoltar söguminn-
ingar Þýzkalands og gerði sitt til að ala upp nýja kyn-
slóð eftir hinum sömu göfugu meginreglum og í sama
anda og honum sjálfum hafði verið innrætt. Eða hann
gerðist dómari, lögmaður, læknir eða vísindamaður,
vann sitt starf af alúð, en án þess að öðlast nokkurn
dýpri skilning á kröfum hins nýja tíma. Hann gat jafn-
vel tekið þátt í stjórnmálum, en aldrei hvarflaði hon-
um í hug minsta grunsemd um það, að pólitísk afskifti