Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 70
■64
Þýzku miðstéttirnar og þjóðernisstefnan. IÐUNN
mangara og okurkarla — húsgögnin, búsáhöldin, skart-
gripir, er gengið höfðu að erfðum í ættinni, og yfir
höfuð alt, sem unt var að losa sig við. Hús og jarðir
var veðsett, á meðan nokkurn eyri var út á iþað að fá.
Hermennirnir, sem komu heim frá vígvöllunum, voru
atvinnulausir og bjargarlausir og höfðu auk þess, marg-
ir hverir, fengið sjúklega andúð á öllu borgaralegu
starfi. í bók sinni, „Vér héldum heim“, hefir Remarque
lýst með ágætum sálarástandi þessara ungu manna, sem
styrjöldin hafði rifið upp með rótum og nú gátu ekki
samsamað sig hinu borgaralegu starfslífi. Það voru
þessir æskumenn, sem mynduðu fyrsta vísinn að flokki
Hitlers.
Miðstéttirnar þýzku voru eins og rótrifið tré. Grund-
vellinum undir tilveru þeirra hafði verið svift burtu.
Hið gamla öryggi var horfið. Skyndilega stóðu þær
augliti til auglitis við fátækt og eymd samtímis því, að
nýríkir fjárbraskarar óðu uppi og settu hæl sinn á háls
þeim. í fyrsta skifti í sögunni tóku þessar drottinhollu
stéttir að finna til þungans að ofan — þunga auðmagns-
ins, sem kramdi þær og reytti af þeim hverja fjöður.
Hér kom í ljós það fyrirbrigði, sem Marx hafði spáð
um endur fyrir löngu: miðstéttunum var, af þeim óvið-
ráðanlegum atvikum, þrýst niður í öreigamensku. En
nú rís sú spurning, hvers vegna þessar stéttir gengu
ekki í lið með öreigunum — verkalýðnum •— til varn-
ar sameiginlegum hagsmunum. Viðhorf þeirra til stór-
auðmagnsins var orðið fjandsamlegt, engu síður en við-
horf verkalýðsins. Hvers vegna gat ekki auðvalds-and-
úð miðstéttanna átt samleið með hliðstæðri baráttu
verkamannanna? Hví þurftu þessar stéttir að fjand-
skapast hvor við aðra, í stað þess að vinna saman?
Svarið liggur í almennu félags-sálfræðilegu lögmáli,