Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 206
200
Bækur.
IÐUNN
smásagnasafnið „í fáum dráttum". Höf. dvaldist þá í Þýzka-
landi, og bókin er prentuð í Berlín. Þessar sögur munu elcki
hafa vakið sérlega mikla athygli. Þær voru noklcuð misjafn-
ar, og höf. virtist dálitið óráðinn og fálmandi, en kaflar í
þeim tóku þó af öll tvímæli um, að þarna var maður, sem
kunni að halda á penna. Hann gat skrifað vel, þegar sá gáll-
inn var á honum.
Ári síðar er Halldór kominn heim, og nú birtir hann í Ið-
unni nýja smásögu: Liðsaulci, með efni frá Berlin. Flesta
þeirra, er séð höfðu bók hans árinu áður, mun hafa rekið í
rogastanz við lestur þessarar smásögu, svo vel var hún gerð,
svo hiklaus og hnitmiðuð frásögnin og stíllinn fast mótaður
og sérstæður. Halldór hafði af skyndingu rifið sig upp úr
óvissufálminu og stóð nú alt í einu alvopnaður á leiksvið-
inu — fullgildur rithöfundur með örugga kunnáttu, sér-
kennilegan stíl og ákveðna afstöðu til úrlausnarefna tímans.
Næstu árin birti Halldór nokkrar sögur í tímaritum og
blöðum. Á þeim öllum var handbragð hins markvísa kunn-
áttumanns. Og nú er hún komin, önnur bókin hans, sem
tryggir honum sæti í allra-fremstu röð þeirra, er nú skrifa
smásögur á íslenzku. Að þessari bók er mikill fengur.
Sögurnar eru átta talsins. Af þeim munu fjórar hafa birzt
áður, þar af tvær í Iðunni; hinar eru nýjar. Lengst er fyrsta
sagan — sú, er bókin dregur nafn af. í fljótu bragði virð-
ist þar ekki vera efni i mikla sögu. Atvinnulaus verkamaður
ráfar að kvöldi dags í illhryssingsveðri heim til sín, á efstu
hæð í húsi við Laugaveginn — heim til geðríkrar og ein-
valdrar eiginkonu, sem sér fyrir heimilinu. Leið hans liggur
neðan úr kjallaranum, upp stigana, með nokkrum töfum og
viðkomustöðum, þar til komið er á þriðju hæð. Þar hengir
hann sig á þurkloftinu og finst nokkrum mínútum síðar,
dauður. Frá öðru er ekki sagt, en á þessari stuttu leið, utan
af götunni og upp á þriðju hæð, tekst höf. ekki einungis að
gegnlýsa þenna umkomulausa verkamann svo, að okkur finst
við sjá inn í leyndustu afkima sálar hans, heldur fær hann
líka tíma til að kynna okkur minst hálfan annan tug per-
sóna — íbúa hússins — svo hver og ein þeirra stendur okk-
ur lifandi fyrir hugarsjónum. Slikur galdramaður er þessi
höfundur. Að byggingu minnir þessi smásaga nokkuð á