Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 210
204
Bækur.
IÐUNN
Vilhjálmur frá Skáholti: Vort daglega
brauis. Ljóð. Rvík, 1936.
Vilhjálmur frá Skáholti mun vera ungur að árum og ekki
búinn að ná fullum þroska. En það er nokkurn veginn víst,
að í honum býr neisti af skáldgáfu. Náttúrlega er hann undir
sterkum áhrifum frá öðrum skáldum, en undan þeim getur
hann ef til vill losnað með tíð og tima og fundið sinn eigin
tón. En það, sem háir honum mest eins og stendur, er hroð-
virknin. Því miður er kastað höndum til flestra þessara kvæða.
Kunnátta hans í móðurmálinu virðist líka vera léleg, annars
myndi hann ekki misþyrma því jafn-oft og hann gerir. En
sennilega er það ekki fyllilega réttlátt að dæma höf. fyrir
þessar missmíðar. Hann hefir líklega ekki átt mikinn kost
fræðslu og skortir ef til vill flest ytri skilyrði til þess, að
meðfæddir hæfileikar hans fái notið sín. Við lestur þessara
kvæða hefi eg að minsta kosti gert mér þá hugmynd um höf.,
sem eg þekki ekkert persónulega, að hann sé einn þessara oln-
bogabarna mannfélagsins, sem árangurslaust biður um að fá
að vinna sér brauð og örvæntingin hefir náð tökum á. .(
kvæðunum kennir mjög ádeilu, en líka beizkju og vonleysis.
Þau eru örvæntingaróp píndrar og ráðþrota sálar (Oreigi og
fleiri kvæði). En svo slær hann aftur yfir í hálfkæi'ing og
glens, sem þó er alt af blandið beizkju (Reykjavík, Herbergið
mitt, Sjálfsmynd o. fl.). Og þegar hann yrkir í þessum tón,
tekst honum venjulega bezt. Á.. H.
Einar Bcnedilctsson: Sögur og kvæSi. 2.
útgáfa, aukin og breytt. — H a f b 1 > k. Kvæði
og söngvar. 2. útgáfa. — Hrannir. Ljóðmæli.
2. útgáfa. — Bókaverzlun Guðm. Gamalíelssonar.
Rvík, 1935.
Það viðurkenna allir, að Einar Benediktsson sé svipstærstur
og mikilúðlegastur núlifandi íslenzkra skálda. Þess var því
ekki að vænta, að þjóðin vildi una því til lengdar að verða að
fara á mis við þá fjársjóðu, er bækur hans hafa að geyma.
En þetta hefir hún nú orðið að sætta sig við um margra ára
skeið. Þrjár fyrstu bækur hans hafa verið öldungis ófáanlegar
hin síðari ár — sumar jafnvel um langt árabil. Það ætti því