Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 147
IÐUNN
Upphaf fasismans.
141
Auk fregnanna frá Ítalíu, sem töluðu sínu skýra máli,
fluttu blöÖ þessi ítarlegar skýringar á atburÖunum og
stefnumótaða leiðsögn. Og einkum voru það tvö kenn-
ingaratriði, sem hamrað var á aftur og aftur — nokkurs
konar viðkvæði í harmljóði hinnar ítölsku þjóðar.
Annað viðkvæðið var þetta: Sá dagur rennur —
og ef til vill fyr en varir — að þessi böðulstjórn beitir
sömu aðferðum út á við og hún hefir beitt inn á við.
Fasisminn náði völdunum með lygum, svikum og glæp-
um, og hann heldur þeim aðeins fvrir ógnanir og of-
beldisverk. Einn góðan veðurdag mun mannkynið fá að
þreifa á því, hvað þessi stefna ber í skauti.
Hitt viðkvæðið hljóðaði á þessa leið: Ef heimurinn
lætur ginnast af blekkingavaðli Mussolinis og dáta hans
og fer að trúa á blessun fasismans og ánægju og vel-
megun ítölsku þjóðarinnar undir stjórn þeirra, munu
svipaðar hreyfingar ná vexti með öðrum þjóðum og
fasistiska ofbeldisstefnan að lokum troða evrópiska sið-
menningu í flag.
Vér sjáum í dag, oss til mikillar skelfingar, að spá-
sagnir þessar hafa þegar ræzt eða eru að rætast. Þróun-
in í Evrópu sýnir eins skýrt og verða má, að heiminum
var þörf á aðvörunum og hversu örlagaríkt það getur
orðið, ef þjóðirnar daufheyrast. Þeir einir, sem sjálfir
hafa þreifað á hlutunum, gera sér ljóst, hvað hér er 1
húfi. Þess vegna vilja menn ekki kannast við hina
svörtu hættu — fyr en alt er um seinan.
Þjóðverjar tóku sýkina fyrstir. í Þýzkalandi er fas-
isminn kominn til valda í enn viðurstyggilegri mynd,
gagnsýrður stæku kynþáttahatri. — Eins og nú standa
sakir, dregur upp ógnandi skýjabakka á sólbjartan himin
frönsku þjóðarinnar, og í allri Evrópu er varla til það
land, að hin svarta og brúna blika ypti ekki öxlum úti