Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 83
IÐUNN Þýzku miðstéttirnar og þjóðernisstefnan.
77
komu af stað verkföllum í vopnasmiðjunum og síðan
byltingu. „Sjóðliðar óku um í vörubílum og eggjuðu til
uppreistar. Ungir Júðaslánar stjórnuðu þeim . . . Vil-
hjálmur keisari hafði fyrstur af stjórnendum Þýzkalands
rétt leiðtogum Marxista höndina til sátta, vitandi ekki
það, að bófar eiga enga æru. A meðan þeir héldu í hina
keisaralegu hönd, seildust þeir eftir rýtingnum með hinni.
Við Júða þýðir ekkert að semja — þeim verður bara
að setja stólinn fyrir dyrnar“.
Það er í raun og veru ekki erfitt að skilja, hve auð-
veldlega þessi goðsaga gekk í þjóðina — þessa þjóð,
sem var alin upp í trúnni á hið ósigrandi Þýzkaland, sem
að kyngæðum þjóðar sinnar og siðrænum þroska stóð
öllum löndum framar og var af forsjóninni kjörið til að
gerast drottnari heimsins. Hér voru þjóðinni boðuð upp-
bótar-trúarbrögð, sem lögðu balsam á verkjandi sár og
léðu hinum svínbeygða Aría þrek til að rétta úr sér í
stoltri vitund um sitt eigið ágæti. Sérhvert þýzkt smá-
menni, er hugði sér renna ariskt blóð í æðum, gat nú
líkt sér við Sigurð, hinn hugdjarfa drekabana, sem féll
fyrir vopnum blauðra og ærulausra launmorðingja. Nið-
ur með Júðana! Upp, Þýzkaland! Heil Hitler!
Sama hlutverk og draumsýnin um jafnaðarríki fram-
tíðarinnar í sálarlífi öreigans leikur nú goðsagan um
þriðja ríkið í trú þjóðernissinna. Og jafn-óljóst og þoku-
kent þetta hugtak er að innihaldi, jafn-áhrifamikið er
það sem vígorð í hinni pólitísku baráttu. Sennilega eru
þeir tiltölulega fáir, sem vita, hvers vegna ríki Hitlers er
nefnt hið þriðja. En samkvæmt kenningum nazista tákn-
ar „hið heilaga rómverska ríki hinnar þýzku þjóðar“
fyrsta ríkið. Annað í röðinni er ríki það, sem Bismarck
skóp, og hið þriðja er ríki þjóðernisstefnunnar. Heitið
sjálft: þriðja ríkið, er annars mjög einkennandi fyrir